26.5.2009 | 01:08
Þjóðhagslega hagkvæm
Ég er þjóðhagslega hagkvæm, ég reyki Ég á kannski ekki eftir að verða mjög gömul, en ég borga meiri skatta og gjöld af mínum reykingum en ég gæti nokkurn tíma fengið endurgreitt. Ég fór í innkaupaleiðangur í gær, og fann ég kaupmann sem selur ódýrari síkarettur en fást í mínu nágrenni. Pakkinn kostaði "aðeins" 660 krónur. Í gær keypti ég pakka af sömu tegund á 768 krónur í annarri verslun. Ég keypti að sjálfsögðu meira en einn pakka í ódýrari versluninni. Til þess að spara smávegis.
Með mér var örverpið og ætlaði ég að kaupa á hana strigaskó fyrir sumarið, ég fór í Regatta búðina þar sem ég hef keypt handa henni endingargóða strigaskó undanfarin 2 ár á viðráðanlegu verði. Í gær voru engir barnastrigaskór til sölu, bara sandalar sem kostuðu tæpar 7.000 krónur eða tvöfalt það sem ég borgaði í fyrra fyrir mjög góða skó. Þeir skór eru núna á síðasta snúningi. Ég fór í nokkrar verslanir en fann enga skó á góðu verði, þar til ég fór út á Granda. Þar fann ég alveg ágæta skó á stelpuna sem kostuðu "aðeins" 2000 krónur og vona ég að þeir endist henni sumarið allavega. Ein hagsýn húsmóðir.
Athugasemdir
ég er löngu hættur að reykja svo ég hef ekkert þurft að fylgjast með verðinu á eitrinu en hef haft smá áhyggjur af því að ríkið hafi ekki getað skattlagt mig þarna,en annars er maður nú farinn að skílja alla þessa "trjárækt" sem löggan hefur verið að skipta sér af undanfarið.
zappa (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 01:48
Ég hefði nú keypt a. m. k. karton ef ekki tvö, í alvöru það munar 1080 kalli á kartoni ekki satt? Það munar um minna. - Ég keypti alltaf karton síðustu árin sem ég reykti, en það er all langt síðan að ég hætti, sem betur fer.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 21:15
Lilja ég keypti 4 karton, og "sparaði" helling
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.5.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.