Frá hvaða fyrirtæki var öryggiskerfið?

Maðurinn kom heim, þá voru ræningjarnir inni í húsinu.  Það er gott að ræningjarnir eru í gæsluvarðhaldi núna, þökk sé fórnarlambinu.  Hann gaf góða lýsingu á þessum ofbeldis/glæpamönnum.  Ég bý í sama sveitarfélagi og þessi húsráðandi.  Mín þjófavörn er miklu betri en þjófavörn fórnarlambsins.  Mín þjófavörn er stór hundur, enginn kemur óboðinn inn á mitt heimili.  Að vísu er ég einstæð fátæk móðir, en er samt með öfluga þjófavörn.  Hundurinn minn lætur mig vita ef einhver er að ganga upp tröppurnar að heimili mínu, líka þegar einhverjir eru á ferli á nóttinni í nágrenninu. 
mbl.is Rændur og bundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mynd af þjófavörninni minni. ->   http://huxa.blog.is/album/myndir/image/638707/   Hann er góður varðhundur..  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.5.2009 kl. 02:34

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það minnir mig á að öryggiskerfið okkar fór eitt sinn í gang.  Það var hringt í okkur, en samt var öryggisvörðurinn á undan okkur.  Hann þorði ekki inn í húsið vegna látanna í Freddý mínum Zanzibar.  Vörðurinn hélt að um væri að ræða ofvaxið óargadýr og varð hissa við að hitta fínlega hundinn minn. 

En vegna margra innbrota hér í nágrenninu, fengum við okkur öryggiskerfi í fyrra.  Það er líka nokkuð oft sem húsið er mannlaust, því hvutti kemur alltaf með okkur þegar við erum á faraldsfæti.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 27.5.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband