Velkomin heim Jóhanna

Það er eins og þú hafir ekki verið á Íslandi undanfarna mánuði og ár.  Veruleikafirringin hjá þér hefur verið algjör, þú segir ESB í öðru hverju orði en hefur litið framhjá vandamálum fólksins hérna á Íslandi.  Ég er á því að þú ættir að fara að þyggja eftirlaun, og láta hæfu fólki eftir stjórnina á landinu sem þú hefur reynt að selja til útlanda lengi. 
mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér,þessi ríkisstjórn er með allt sitt vit hjá ESB-því miður,enda tel ég hana ekki hafa ráð eða getu til að leysa vandamál þjóðarinnar,vinstri stjórnin fékk tækifæri til að sanna sig,en hefur mjög líklega klúðra því,því miður,nú ætti þjóðin að fella þessa ríkisstjórn,og láta sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkinn og Borgarhreyfinguna um að reisa þessa þjóð við,þeir vilja fara aðra leið,ekki hækka skatta,heldur reyna að virkja bankana,koma atvinnunni í gang og koma peningum í hringrásina og veltuna,svo mætti athuga um lán frá lífeyrissjóðum til fimm ára,já þessir flokkar hafa mun meiri skilding á vanda málum fólksins en vinstri stjórni,sem sér bara ESB-bullið,eða bara að fá þjóðstjórn undir stjórn sjálfstæðismanna eða framsóknaflokks,þeir geta rétt við efnahagsmál þjóðarinnar,það er á hreinu,rísum upp,rekum burt þessa getulausu ríkisstjórn,eða á maður að kalla hana skattpíníngastjór,??? takk fyrir. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 3.6.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

SAmmála þér. Maður óttast að þau rjúfi samfélagssáttmálan áður en langt um líður.

Arinbjörn Kúld, 3.6.2009 kl. 00:44

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Nákvæmlega Jóna. Samfylkingin er loksins að vakna og sjá íslenskan raunveruleika.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.6.2009 kl. 01:33

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að Jóhanna og Össur séu skýjaglópar, sem lifi í eigin heimi.  Langt frá okkar heimi og raunveruleika. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.6.2009 kl. 02:23

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þá þetta er grátlegt, og því miður satt hjá þér Jóna!

Einar Örn Einarsson, 3.6.2009 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband