Lygar íslensku stjórnmálamannanna/kvennanna

Hér var allt eins og blómstrið eina, stjórnmálamenn/konur lögðust í víking til þess að fullvissa nágrannaþjóðirnar að hér væri allt í lagi.  Bankarnir voru sterkir og helsta von okkar Íslendinga.  Ég á eftir að lesa þessa bók, einhverntíma seinna. 

 Núna er ég að berjast við það að eiga í mig og á.  Ég hef ekki mikinn tíma til lesturs.  Ég vinn fulla vinnu og er með þrjú börn á mínu framfæri.  Það er erfiðara og erfiðara að láta enda ná saman.  Ég er á fullu í niðurskurði á matarreikningunum, fatareikningunum, rafmagnsreikningunum og öllum hinum föstu reikningunum. 


mbl.is Mesta umrót síðan í stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Líklega verður bókin það dýr að ég tími ekki að kaupa hana. Þú ert ekki ein í þessari baráttu. Ég hef ennþá vinnu og hef því smá ráðrúm en það minnkar stöðugt. Hvað þá með þá sem enga vinu hafa?

Arinbjörn Kúld, 3.6.2009 kl. 02:33

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kaupi aldrei bækur, nema stundum barnabækur á útsölu.  Ég fæ bókina lánaða einhversstaðar.  Ekki öfunda ég fólkið sem er atvinnulaust, aðgerða er þörf fyrir fólkið í landinu ekki seinna en strax!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.6.2009 kl. 02:38

3 identicon

pæld í því að þeir sem komu þessu í gegn hafa nú "sérstök" eftirlaun fyrir vel unnin störf fyrir almenning....

zappa (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 02:39

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Stórfjölskyldan sammælist um að einn kaupir bókina og svo er biðlisti.

Ég hef haldið nákvæmt heimilisbókhald í nokkur ár. Innkeypt matvara úr lágvöruverslunum sem árum saman kostaði á mánuði um 60.000 kr., kostar núna 90.000 kr.

Margrét Sigurðardóttir, 3.6.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband