4.6.2009 | 02:13
Nú er allt að gerast, vonandi
Ætli þetta endi ekki eins og þegar Al Capone var loksins nappaður, þá var það vegna skattsvika. Þessir útrásarbarónar hafa verið algjörlega samviskulausir, þegar maður skoðar nánar allt sem þeir komu að í viðskiptum undanfarinna ára. Samviskuleysi, er náttúrulega siðleysi. Svo valsa þessir menn ennþá frjálsir, og stunda viðskipti eins og ekkert hafi í skorist. Ég veit að ég er ekki ein um það að blöskra aðgerðaleysi núverandi, og tveimur fyrrverandi stjórnum þessa lands. Ég er fylgjandi því að þessir menn séu kyrrsettir hérna á Íslandi, þar til dómar falla í málum þeirra. Allir sem eru í rannsókn verði kyrrsettir, og eigur þeirra líka.
Umboðssvik og ólögleg lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við megum ekki gleyna því "að engin lög 'hafa' verið brotin".
Nema hvað, ég held þeir séu gersamlega veruleikafirrtir ef þeir trúa sjálfir því sem þeir segja.
Lilja Skaftadóttir, 4.6.2009 kl. 03:35
og lögin okkar gera ekki ráð fyrir svona viðbjóðslegri hegðun og tæpast til lög sem ná yfir þessa drulludela.
Eygló, 4.6.2009 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.