5.6.2009 | 02:27
Hollendingar mála bæinn appelsínugulann!
Ég var að vinna í kvöld á bar við Laugaveginn eins og svo oft áður. Í bæinn eru komnir margir Hollendingar sem ætla að horfa á landsleik Íslendinga og Hollendinga á laugardaginn. Það voru stórir hópar sem gengu Laugaveginn í appelsínugulum fötum. Á barinn þar sem ég vinn kom 10 manna hópur frá Hollandi og var einn af þeim algjör brandarakarl. Þetta var maður á sextugsaldri sem var svo fyndinn að allir á barnum voru hlæjandi. Hann notaði skóinn sinn sem farsíma, fór á klósettið og kom fram með klósettpappír upp úr buxunum fram og spókaði hann sig bæði á barnum og á Laugaveginum með klósettpappírinn hangandi. Svo þegar annar viðskiptavinur ætlaði að hjálpa honum, með því að benda á klósettpappírinn lét hann eins og trúður og skemmti okkur öllum vel. Svo missti hann "alveg óvart buxurnar niður" og fólkið hló. Ég skemmti mér allavega vel í vinnunni í kvöld. Vonandi verður sami hópur á barnum á föstudag og laugardag líka.
Athugasemdir
Mér finnst eiga vel við að segja: Guði sé lof fyrir gleðigjafana.
Eygló, 6.6.2009 kl. 00:15
Mikið er gaman að lesa svona skemmtilega frásögn. - Vonandi verður þér að ósk þinni. Hvaða bar er þetta ?., það væri gaman að kíkja.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.6.2009 kl. 01:47
Barinn heitir Barónspöbb og er á Laugavegi 72.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2009 kl. 02:20
Allar í Hol lendingana! Þeir verða ofvirkir eftir leikinn!!!! Nei, maður hefði kíkt í bæinn fyrir einhverjum áratugum... a.m.k. í +17°C !!!
Eygló, 6.6.2009 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.