6.6.2009 | 02:49
Við borgum ekki, við borgum ekki!!
Ég er smá forvitin, hvernig ætli þessi heilbrigðu lánasöfn séu samsett? Veit það einhver? Mér finnst þessi samningur algjörlega óásættanlegur. Við almenningur Íslands eigum ekki að borga skuldir Björgólfs og vina hans. Það ólgar allt þjóðfélagið, fæstir trúa því að VG hafi farið svona illa að ráði sínu. Svik VG eru að mínu mati glæpsamleg, fyrir kosningar var talað um að skila AGS láninu, núna á að selja okkur í þrældóm tæpum mánuði eftir kosningarnar.
Ég er bálreið.
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
VG virðast vera tilbúnir að svíkja ÖLL sín kosningaloforð,samanber að nú vill Atli Gíslason og Jón Bjarnason skipa nefnd (og allir vita hvað það þýðir í pólitík) til að fara yfir innköllun kvótans með hagsmunaaðilum,sem væntanlega eru útgerðarmenn.nefndin á að starfa til 1okt semsagt mánuð eftir að nýtt fiskveiðiár byrjar,sem átti að vera fyrsta árið í innköllun kvótans!!!og ætli ég eða aðrir sem eigum allt undir að útgerðarmaðurinn í plássinu selji ekki kvótann seum nokkuð hagsmunaaðilar? við eigum ekkert undir nema vinnuna og heimilið,svo sjálfsagt flokka VG okkur ekki sem "hagsmunaaðila"...
zappa (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 03:02
Ég er rosalega hissa, ég tengdi þessa færslu við frétt á top 5 listanum. Núna hálftíma seinna er fréttin horfin af forsíðu mbl.is. Ætli það sé samsæri í gangi?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2009 kl. 03:23
Sæl Jóna Kolbrún.
" Heilbrigð Lánasöfn ". hvað kemur næst.?
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 03:35
Þetta er allt í bvéfréttasstíl og sennilega lygi eins og allt annað. En segjum svo að landsbankinn eigi 500 milljarða. Hver skyldi eiga þá í raun? Jú ríkið. Við. Þetta er því úr okkkar vasa, hvernig sem á málið er litið. Alltaf munu lífskjörin rýrna að sama skapi. Láttu ekki seljaþér svona kjaftavaðal.
Það er ótrúleg þvæla sem ríður húsum varðandi þetta. Einum fannst tilefni til að undirstrika að þetta væri sök fyrrverandi ríkisstjórnar en ekki þessarar. Hvaða andskotans máli skiptir það? Það breytir engu hvort Pétur eða Páll rænir mig. Ég er jafn snauður fyrir vikið. Sumt fólk er svei mér fífl.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 03:47
Jón Steinar þú hefur greinilega hið stóra samhengi á hreinu. Fyrir mér er þetta enginn kjaftavaðall, það á að selja okkur í þrældóm, mig og mína afkomendur sem eru 10 í dag.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2009 kl. 03:55
Þú getur bókað það. Þessi brjálæðislegi höfuðstóll er ekkert á leiðinni burt, þótt við getum marið fyrir vöxtunum. Þá á svo eftir að taka AGS lánið inn í myndina líka. Þetta er ókljúfandi og því ættu allir að storma út og stöðva þetta fyrir hönd barna þessa lands. Það er núna eða aldrei. Simple as that.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 06:50
Fyrst að eignir Landsbankans í Bretlandi eru metnar á um 95% af Icesave skuldinn finnst mér að þeir gætu bara hirt þær og þetta komi út á sléttu. 5% afföll eru ekki það mikið.
Málið dautt.
Jón Á Grétarsson, 6.6.2009 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.