7.6.2009 | 03:24
Ég var að hugsa!
Svona til tilbreytingar, um það "hvað ef stjórnvöld hefðu látið sama yfir okkur Íslendinga ganga" Að tryggja ekki allar innistæður hérna í botn. Hvað hefði þjóðfélagið sparað marga milljarða? Ef íslenskar innistæður á bankareikningum hefðu bara verið tryggðar upp að þessum rúmlega 20.000 evrum. Var það ekki Davíð einn sem ákvað að íslenskar innistæður væru mikilvægari en þær útlendu? Ég var bara að velta þessu fyrir mér í kvöld. Ef einhver kann svörin við þessum spurningum má sá hinn sami láta ljós sitt skína í athugasemd. Mér finnst þetta nýr vinkill á umræðuna.
Erfitt að skrifa undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég man eftir "kannski véfrétt" þar sem einhver tók út 50 milljónir eftir hrunið, fólk fór með 5000 kalla búntin í mörgum plastpokum út úr bönkunum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2009 kl. 03:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.