Ég sá appelsínugult í kvöld

Ég horfði á leikinn í sjónvarpinu í kvöld og var hann alveg ágætur.  Ég er fegin að við töpuðum ekki með meiri mun.  En eftir leikinn sá ég appelsínugult fólk, ég meina það fólk var í öllu skær appelsínugulu.  Eftir leikinn fylltist barinn þar sem ég vinn af Hollendingum klæddum í appelsínugul föt, ég verð að segja það að Hollendingarnir voru kurteisustu viðskiptavinir sem ég hef komist í tæri við.  Ég var með u.þ.b 25 manna hóp í allt kvöld og þurfti ég ekki að hlaupa eins og vitleysingur í kvöld.  Þau komu alltaf með tómu glösin á barborðið, og svo var alltaf einn sem pantaði fyrir hópinn og borgaði pöntunina í seðlum við afgreiðsluna. 

Svo þegar leið á kvöldið fóru Hollendingarnir að hrósa okkur Íslendingunum, fastakúnnar á barnum færðu sig til þess að allur hópurinn gæti setið saman.  þeir sögðu að þeir hefðu aldrei lent í því áður að fólk færði sig óumbeðið á milli borða.  Ég sé mest eftir því að hafa gleymt myndavélinni minni heima.  Hollendingarnir tóku myndir af mér, og hrósuðu mér fyrir þjónustuna.  Ég er dauðþreytt en sátt.  Mér líkar vel við Hollendinga, þeir eru fyrirmyndarfólk allavega þeir sem ég þjónaði í kvöld. 


mbl.is Babel: Hefðum getað unnið stærri sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna Kolbrún.

Það er alltaf gaman að heyra af svona samhyggð.

Og þá skifta litir engu máli.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 04:15

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Má ég spyrja þig aftur á hvaða bar þú vinnur? Verð í borginni í næstu viku og er að hugsa um að heilsa upp á þig ef ég má

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.6.2009 kl. 06:52

3 Smámynd: Gísli Torfi

Tilfyrirmyndar.. enda eiga ekki þessar svokölluðu bullur ekki fyrir farinu á klakann :) aðeins þeir siðmenntuðu komust :) sem er bara hið besta mál.. .ekkert verið að tala um icesave málið.. meira svona ... Save victory in Iceland

Gísli Torfi, 7.6.2009 kl. 07:04

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hollendingar eru mjög dannaðir að eðlisfari. Svo vilja þeir líka halda kostnaði á börum í lámarki.

Júlíus Björnsson, 7.6.2009 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband