10.6.2009 | 02:20
Tannlæknakostnaður er að sliga barnafjölskyldur
Ég fór með yngstu dóttur mína til tannlæknis í síðustu viku og borgaði ég rúmar 15.000 krónur fyrir litla viðgerð, í gær fékk ég endurgreiðslu á reikninginum. Ég fékk heilar 5.287, eða u.þ.b 1/3 af kostnaðinum endurgreiddann. Er það nokkur furða að fólk fari ekki með börnin sín til tannlæknis? Ég þarf að leggja út rúmlega 10.000 krónur sjálf. Á morgun á dóttir mín aftur tíma hjá tannlækninum. Sem betur fer var hún bara með tvær skemmdir. Það mun væntanlega kosta mig rúmlega 20.000 krónur bara það að þessi yngsta dóttir mín geti brosað framan í heiminn. Ég vil sjá samninga við tannlækna strax, þetta nýja fyrirtæki sjúkratrygging þarf að fara að semja við tannlækna. Bara til þess að barnafólk hafi efni á því að nota þjónustu tannlæknanna.
Athugasemdir
Innlitskvitt og sólarkveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.6.2009 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.