Kreppublogg

Örverpið mitt sem er í dag rúmlega 12 ára er mjög meðvituð um kreppuna á Íslandi í dag.  Hún tók upp á því á föstudaginn að spara fyrir mig.  Stelpan fór í sund á föstudaginn og lét ég hana hafa sjampó, næstum því tóman brúsa vegna þess að hún hefur týnt mörgum sjampóbrúsum á undanförnum árum.  Þegar ég spurði hana við heimkomuna hvort hún hefði týnt sjampóinu, kom hún mér mjög á óvart.  Sjampóbrúsann tóma kom hún heim með fullann, af sápunni sem er í sturtunum í sundlauginni okkar.  Hún var svo stolt af þessu sparnaðarráði.  Hvað getur maður sagt annað en þetta, börnin eru alveg yndisleg.  Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna Kolbrún.

Þessi er allveg frábær.Þú átt að geyma þetta afrek hjá henni.

Hún er bráðefnileg við þessar aðstæður.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 05:04

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Koma tímar, koma ráð og þar eru þessi börn, verðandi baráttujaxlar engin undantekning.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.6.2009 kl. 06:19

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Yndislegt saga á sunnudagsmorgni. Greinilega stúlka með hjartað á réttum stað.

Margrét Sigurðardóttir, 14.6.2009 kl. 07:48

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

En kemur þetta ráð hennar ekki öfugt í bakið á okkur? Sundlaugin þarf að kaupa meira sjampó og því hærri skattar eða dýrara í sund? Bara pæling!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.6.2009 kl. 09:30

5 Smámynd: Eygló

Góð hugsun hjá henni en yfirsýnin í takti við lágan aldur. Eftir nokkra slípun, fræðslu og þroska finnur hún bjargráðin.

Minnir mig á gleði dóttur minnar þegar hún fann ávísanahefti við drullupytt, hélt við þyrftum ekki að spara framar  

Eygló, 14.6.2009 kl. 16:21

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, hún hefur ætlað að bjarga mömmu sinni, -  en væntanlega fengið ærlega lexíu í staðinn, um að svona geri maður ekki,  þetta heitir að stela, og ef allir gerðu þetta, hvað heldurðu að verði þá gert í Sundlaugunum, jú gjaldið hækkað til að mæta sápuhnupli í tóma shampóbrúsa osfrv. osfrv.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2009 kl. 22:32

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stúlkan sú mun ekki taka svona sápu aftur, hún fékk smá fyrirlestur hjá mér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.6.2009 kl. 00:06

8 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Ætli hún skilji muninn á sápustuld og því að koma heilli þjóð í skuldarsúpu. Það hefur verið erfitt að skíra það á fallegan máta.

En, falleg saga.

Lilja Skaftadóttir, 15.6.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband