Ég er fylgjandi því að konur eignist börnin sín á meðan þær eru ungar

Ég er fylgjandi íslensku leiðinni í þessu máli.  Náttúran ætlast til þess að við séum ekki of gamlar, þegar við eignumst fyrstu börnin okkar.  Á Íslandi hefur þessi hefð verið í áratugi, kannski árhundruð.  Ég hef reynslu af þessu, ég byrjaði á því að eignast barn þegar ég var 19 ára, næsta barn kom tæpum þremur árum seinna, svo liðu 5 ár, svo bara rúm 2 ár.  Þegar þarna var komið var ég fjögurra barna móðir.  Þá var ég þrítug, svo 4 árum seinna fæddist eitt í viðbót, þá ákvað ég að hætta að eiga börn, vegna allskonar kvilla í meðgöngunni.  Ég varð meðal annars að liggja fyrir síðustu þrjá mánuði meðgöngunnar.  Vegna grindarloss.  Svo kom smá slys fyrir þremur árum seinna og sjötta barnið, örverpið fæddist.  Þá var ég 37 ára gömul, ég ætla ekki að lýsa því hversu erfiðara það var að mig að hafa við örverpinu.  Ég hlakka til dæmis ekki til þess þegar hún verður unglingur.  Hef ég orku í einn unglinginn enn?  Ein þreytt 6 barna móðir W00t
mbl.is Varað við hækkandi barneignaaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Gövöð hvað ég er sammála að fenginni reynslu

, 16.6.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Lena Valdimarsdóttir

Call me crazy, en...

...ég er fylgjandi því að konur (og menn) mennti sig, ferðist og byggi upp traustan fjárhag áður en þær eignast börnin sín.

Lena Valdimarsdóttir, 16.6.2009 kl. 12:23

3 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

sammála Lenu.Á dóttur sem er 34 ára hun er sko ekkert að hugsa um barneignir núna.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband