18.6.2009 | 03:15
Ég vil heyra sögu þessa manns
Ég vona að þessi maður segi sögu sína í fjölmiðlum fljótlega. Ég vil heyra hvernig lánastofnanirnar fóru með hann, bæði varðandi húsið og bílinn sem hann gróf á lóðinni. Ég dáist að þessum manni, að þora þessu. Ég vona að þessi áminning skili sér beint til Jóhönnu og Steingríms. Fólki er nóg boðið. Ég kýs þennan mann hvunndagshetju þessa kannski síðasta þjóðhátíðardags. Ef fer sem horfir munum við missa sjálfstæðið fljótlega, í boði fjórflokkanna. SjálfsstæðisFLokksins, Framsóknar, Samspillingarinnar og Vinstri Grænna.
Eyðilagði íbúðarhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar maður veit ekkert um þetta mál - þá er svo lítið hægt að segja. Hans vandræði hafa byrjað löngu fyrir hrunið, það er augljóst. En mér finnst þetta sorglegt allt saman og mér finnst að þessi vinstri stjórn eigi að fara að gera eitthvað í málum - ekki bara hugsa um ESB.
Sigrún Óskars, 18.6.2009 kl. 16:17
.....ég horfði á viðtalið við manninn sem rústaði húsinu "sínu". Fyrirtæki var skráð fyrir eigninni - hann var í persónulegum ábyrgðum. Áhvílandi lán voru myntkörfulán. Það segir mér að hann hafi í talsverðan tíma áður en hann missti tökin grætt dágóðan pening. Við skulum bara horfast í augu við það að fólk sem var með húsnæðislánin sín í erlendri mynt stórgræddi á þeim í langan tíma áður en gengið varð óhagstætt! Algjörlega burtséð frá þvi hverjum bankahrunið er um að kenna!
Konan hans og börn eru flutt til útlanda og vinna þar, samkvæmt því sem hann sagði sjálfur. Sumsé engin gólandi smábörn horfandi á pabba snappa á gröfunni, engin pirruð húsfrú í stofunni að forða kristalnum - löngu búið að því.
Bíllinn sem hann jarðaði í garðinum til að fullkomna sjónarspilið var númerslaus! Tók einhver eftir því? Það þýðir að hann er ekki í notkun, hugsanlega afskráður.
Ég skal éta hattinn minn ef þessi maður verður ekki fluttur úr landi innan skamms með alla sína leikrænu tilburði.
Þór Saari getur svo borðað sinn hatt mér til samlætis ef hann einhvern tíma finnur hjá sér þörf fyrir að minnka dramastigið öööörlítið. Færandi Jóhönnu spýtu úr húsinu.....
Kommon!
Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2009 kl. 23:37
Ég sá sama viðtal, ég er ekki á sama máli núna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.6.2009 kl. 01:14
Það stóð ekki á fjölmiðlum að tíunda að náunginn gæti átt von á sex ára fangelsi fyrir tiltækið, en hvergi hef ég séð minnst á hvað fjárglæpamennirnir og spillingarliðið megi eiga von á löngum dómi fyrir að rústa framtíð þjóðarinnar.
Hvað ætli dómur fyrir landráð sé langur?
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 19.6.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.