19.6.2009 | 01:48
Ég óska ríkisstjórninni til hamingju
Þessi nýi sykurskattur á ekki eftir að skila mörgum krónum í ríkissjóð. Fólk hættir að kaupa þessar vörur, allavega mun ég hætta að kaupa sælgæti, súkkulaði, gos, ávaxtasafa, kex og kolsýrt vatn. Ekki það að ég hafi lagt það í vana minn að kaupa kolsýrt vatn. Ég kaupi aðallega sykurlausan kóladrykk. Ætli þessi skattur leggist á sykurlausa kóladrykki? Þá verð ég að hætta að drekka þennan drykk. Svo er ætlun mín að hætta að reykja í næstu viku, vegna þess að skattbyrði okkar reykingafólks er orðin of mikil. Það endar með því að ég verð heilsuhraust
Ein sem reynir að spara, ekki veitir af.
Skattur á kex og gos í 24,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
segðu ... hef ekki lagt það að vana minn að háma í mig sælgæti alla daga eða drekka kóladrykki. Hætti því að mestu fyrir löngu síðan þó maður hefur nú ekki hætt því fyrir rest. Hinsvegar þarf að gera tvennt til að láta sykurskattinn virka (sem ég veit þó að mun gera lítið núna, allavega það fyrr nefnda). Nr eitt Lækka verð á hollustufæði og nr tvö aftengja þetta frá vísitölu neysluverðs, allavega þá vörur sem hafa ekki að gera sem dagleg nauðsynjavörur heimilla. Annars gæti sykurskatturinn sett flesta á annan enda.
En fagna auðvitað sykurskatti þó hann sé væntanlega settur í gang í allt annan tilgang en hugmyndin um þennan aukinn skatt hafi verið í upphafi ... þ.a.s. forvarnir. Núna snýst þetta mest um að fá pening í ríkiskassan til að múra fyrir gatið.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 19.6.2009 kl. 05:16
þetta er ekki bara skattur á sykraða drykki
Sigrún Óskars, 19.6.2009 kl. 07:10
Gangi þér vel að hætta að reykja Jóna mín Ég hætti fyrir 6 vikum síðan og er því búin að spara mér eitthvað í kringum 40 þúsund kallinn miðað við hvað ég reykti mikið'
Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2009 kl. 10:25
.................þetta eru tómar hörmungar..............ætla burt
Hólmdís Hjartardóttir, 20.6.2009 kl. 02:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.