29.6.2009 | 02:24
Allt í plati
Ég sá fræðslumynd um það, að þessi tunglganga og lending hafi verið tekin upp hérna á Íslandi, NASA hafi falsað þessa tungllendingu og tunglgöngu. Það eru svo margar samsæriskenningar, um hin ýmsu málefni. Ég á orðið erfitt að greina lygar frá sannleika. Allar fréttir eru lesnar með fyrirvara.
Hverrra hagsmuna var fréttamaðurinn að gæta, þegar hann/hún skrifaði fréttina? Ég er orðin tortryggin á allar fréttir, ég veit aldrei hvenær er verið að ljúga að mér. Hræðsluáróður og þöggun, virðast vera á stefnuskrá núverandi stjórnar. Það á endalaust að halda okkur óupplýstum, og fáfróðum.
Athugasemdir
Það er gömul kenning og ný að "tunglgangan" hafi verið blekking. Hvort það er rétt eða rangt fáum við líklega aldrei að vita.
Hvar sástu þessa mynd?
Það er full ástæða til að vera á verði gagnvart öllum hræðsluáróðri og þöggun mála.
En þú getur nú varla sagt, að þessi ríkisstjórn, beiti hræðsluáróðri, þöggun, og kjósi að halda okkur óupplýstum og fáfróðum.
Engin ríkisstjórn hefur starfað jafn opið og þessi ríkisstjórn, en það má kannski segja að þau upplýsi okkur ekki nógu fljótt, t.d. í sambandi við Icesave, en það mun lagast eftir því sem þau komast framúr verkefnastaflanum, sem þau róa lífróður við að vinna úr.
Og það er okkar að fylgja fast eftir kröfunni um opið og gagnsætt stjórnkerfi, svo ekki verði slegið af.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 18:24
Fræðslumyndin gæti hafa verið á einhverjum af íslensku stöðvunum, eða Discovery, National geographic eða bbc Prime. Það eru nokkuð mörg ár síðan ég sá þessa mynd/ eða sjónvarpsþátt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.6.2009 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.