Hörmulegt að hlusta á þau þrjú

Þau ljúga að þjóðinni, öll þrjú.  Auðvitað er verið að velta byrðum yfir á framtíðina, á meðan sitja þeir sem hruninu ollu stikkfrí.  Engar eignir hafa verið kyrrsettar, engar ráðstafanir gerðar til þess að endurheimta þjóðarauðinn.  Sem var kerfisbundið fluttur úr landi í áratug, allt í boði EES og stjórnvalda sem sváfu á verðinum. 
mbl.is „Ekkert plan B"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þjóðarauðurinn er kannski bara fenginn að láni?  Ég mæli með því að lesa bloggið hans Fannars frá Rifi.   - >  http://fannarh.blog.is/blog/fannarh/  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.6.2009 kl. 23:37

2 identicon

Heil og sæl; Jóna Kolbrún !

Hefði mann órað fyrir; þegar maður var laus og liðugur, að svona kynni að fara, hér á Fróni, hefði ég verið snöggur, að koma mér í burtu - hið snarasta, en,......... lyga þoku móða, íslenzkra stjórnmálamanna, flestra, kom okkur, að stærstum hluta, í þessa andskotans stöðu, Jóna mín.

En; spyrjum að leikslokum - vopnin kunna, að snúast í höndum þessarra svikara, á augabragði.

Með beztu kveðjum - sem, áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 23:50

3 identicon

Sæl Jóna .

Ég er enn ekki farinn að sjá upplýsingar.... um allt sem skiftir máli og þangað til..... ætla ég að vera varkár í tali, þó að mér sé ekki hlýtt til stjórnmálamanna í dag.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband