Meirihlutinn mótfallinn IceSave

Hvernig væri að þessi meinti meirihluti léti sjá sig á Austurvelli á morgun klukkan 15.00.  Svo eru tugir þúsunda fésbókarnotenda mótfallnir IceSave samkomulaginu, hvernig væri að þeir létu sjá sig á morgun??  Ekki bara vera mótmælendur á netsíðum, heldur raunverulega.  Allir út að mótmæla, líka tölvufíklarnir sem skrá sig í allskonar hópa á fésbókinni.  Koma svo og láta sjá sig, og náttúrulega heyra í sér líka... 
mbl.is Meirihluti mótfallinn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá þér, Jóna Kolbrún. Allir, sem vettlingi geta valdið og komizt geta kl. 3 eða strax eftir vinnu, ættu að mæta til mótmælanna. Það munar um hvern mann, og takið einhvern vin eða ættingja með ykkur! Góða hluti þarf að skipuleggja, hafið samband í tæka tíð við samherja í þessu lífshagsmunamáli þjóðarinnar um að mæta á Austurvöll, ef ekki í dag, þá t.d. a laugardaginn. Þetta eru ofbeldislausir fundir venjulegs fólks í landinu, og 60% þjóðarinnar er með málstaðnum, aðeins 19% á móti. Niður með smánarsamninginn!

Jón Valur Jensson, 2.7.2009 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband