Það er ekki bara lögreglan

Sem sér það að " Fáum er það betur ljóst en lögreglumönnum að þarna úti er harður heimur, sem hefur orðið beittari með árunum samhliða aukinni neyslu fíkniefna."  Við sem vinnum á börum Reykjavíkur finnum þetta líka.  Fólk er allt öðruvísi en það var fyrir 10 árum.  Ég er búin að vinna á bar við Laugaveginn í 11 ár, það er miklu meira um kolruglað, veruleikafirrt, og uppstökkara fólk.  Það má ekkert bera út af, þá er fólk stokkið á fætur með meiningar.  Sprautufíklum fer fjölgandi og gömlu hasshausarnir eru í öðruvísi annarlegu ástandi en var í fyrra.  Það er eins og hassið hérna sé eitthvað breytt, fólkið sem reykir hass er í miklu meiri vímu en ég hef áður kynnst. 
mbl.is Enn fækkar á vaktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Lögreglumenn og fjölskyldur þeirra eru ekki öfundsverðir. Oft ömurlegar aðstæður og léleg aðstaða og ekki mannsæmandi laun frekar en umönnunarstéttanna.

En fólk sem vinnur þessi störf vel eiga svo sannarlega að njóta launa og virðingar við hæfi.

Eygló, 5.7.2009 kl. 04:15

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ber mikla virðingu fyrir lögreglunni okkar, þeir standa sig vel að mínu mati.  Þrátt fyrir launin sem þeim eru skömmtuð. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.7.2009 kl. 04:21

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér fannst mjög gaman í Þórskaffi, og Holly Wood og Klúbbnum þegar hinn almenni vinnandi maður mætti á staðinn uppklæddur eins VIP og fékk þjónustu að sama skapi. Aðallega þó að mikið meira fékkst fyrir peninginn.

Háreysti og hlátur og allt fullt af lífsgleði.

Hass mun hafa tilhneigingu til að magna upp skynjanir til að byrja með, ofur reiður, ofur pirraður, ofur svangur

Þetta hlýtur þá vera mælikvarði á að óhamingja fari vaxandi.

Júlíus Björnsson, 5.7.2009 kl. 07:09

4 identicon

eigum við ekki bara eftir að sjá þetta versna með hækkandi verði á áfengi,fólk fer að nota læknadóp og allskonar óþverra þegar það fer út um helgar.svo er vonleysi og reiði ekki gott með vímuefnum...

zappa (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband