6.7.2009 | 01:18
Það er þeirra réttur
Að lögsækja Landsbankann á Íslandi. Og líka fjármálaeftirlitið, en aldrei íslensku þjóðina. Ekki stofnuðum við þessa IceSave svikamyllu. Svo má ákæra Björgólfsfeðga, og aðra stjórnendur Landsbankans á þeim tíma.
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Júlíus Björnsson, 6.7.2009 kl. 04:00
Ekki nema hvað þau lög sem sett hafa verið á Íslandi og þeir samningar sem gerðir hafa verið af hálfvitum á þingi gera okkur ábyrg og því eðlilegt að þeir lögsæki okkur. Það er langt frá því að búið sé að hreinsa til hjá þessari þjóð.
Rúnar Þór Þórarinsson, 6.7.2009 kl. 05:29
Þetta aumingja fólk í Niðurlöndum telur sér fært að lögsækja íslenska ríkið vegna skýrslu, sem íslenskum stjórnvöldum þótti ekki ástæða til að setja í skjalasafnið varðandi Icesave sem sett var út á http://www.island.is/. Í síðustu viku. Skýrsla þessi er ekki til á hollensku, en nú er verið að þýða hana yfir á ensku tjá menn mér í hollenska fjármálaráðuneytinu. Ég skrifaði samningamanni Hollendinga, Johan Barnard, til að fá þessa skýrslu og hef greint frá því á bloggi mínu hér, hér og hér.
Skýrsla þessi hafði verið sett út á net fjármálaráðuneytis Hollands, en íslensk yfirvöld gerðu ekkert þótt þau hefðu fengið hana í hendur í Kaupmannahöfn þann 15. júní sl., þegar Svavar Gestsson hélt fund og mikla veislu fyrir yfirmenn samninganefnda Breta og Hollendinga. Skýrslan var svo aðeins lítillega kynnt í Morgunblaðinu og kom stutt klausa um hana þann 17. júní, sem fáir tóku eftir.
Hollenski samningamaðurinn Johan Barnard vill annars ekker upplýsa mig hvað var annars rætt á fundi þessum hjá DDR-styrkþeganum með framlenginguna í Kaupmannahöfn.
Eigum við ekki að spyrja Svavar Gestsson og Indriða Þorláksson: Af hverju var verið að pukrast með skýrslu Hollendinganna, sem nú á að nota til að lögsækja Íslenska ríkið með? Ætla þeir að afhenda hana í dag? Var það vegna þess að þeir gátu ekki lesið hana sjálfir? Segið mér ekki að íslenska samninganefndin hafi ekki haft hollenskan túlk????
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2009 kl. 06:04
Vilhjálmur er að elta mig um bloggheima...
Rúnar Þór Þórarinsson, 6.7.2009 kl. 06:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.