Vandaður fréttaflutningur?

Nei, það er deginum ljósara að það er enginn fréttastofa á Íslandi í dag  sem flytur óháðar fréttir.  Ég er búin að missa alla trú á Rúv, stöð2, mogganum, vísir.is og dv.is.  Enginn segir sannleikann, þá væru allir þessir fjölmiðlar sammála.  Sannleikurinn er ávalt sagna bestur, en enginn fjölmiðill hefur þann sannleika að leiðarljósi í dag. 
mbl.is Fréttaskýring: „Einhver barnaskapur sem nær bara engri átt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og er ekki einhversstaðar skrifað að sannleikurinn muni gera þig frjálsan...

zappa (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 01:22

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jú einhversstaðar er það skrifað.  Við munum aldrei fá sannleikann, allt sem við fréttum er ritskoðað og matreitt ofan í okkur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.7.2009 kl. 01:29

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Kæra Jóna, alveg er ég sammála þér.

Svo er verið að gera úr því skóna að allir séu dottnir í einhvern tortryggnispott, sem er nýjasta vörnin í plottinu mikla.

Sauðsvartur almúginn þarf að kasta öllum fréttum þessara miðla saman í einn pott, hræra vel og reyna svo að lesa á milli línanna.

Treysti eiginlega eyjunni best nú um stundir.

Eftir 9 mánaða hremmingar við að fá sannleikann upp á borðið, er allavega eitt ljóst.  Sannleikurinn virðist alltaf vera  verri en frjálsustu fréttastofur hafa eftir!

Góða nótt

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.7.2009 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband