10.7.2009 | 17:22
Hvað býðst? Ég vil vita hvað það kostar
Afhverju er alltaf talað um það hvað býðst við inngöngu í ESB. Sjaldnar er talað um það hvað þetta á eftir að kosta okkur. Hvað vilja þeir fá miklar veiðiheimildir? Og örugglega ýmislegt annað. Hvað á þetta eftir að kosta landbúnaðinn á Íslandi? Verður einyrkjum með meðalbú útrýmt fyrir stór verksmiðjubú? Hvað með grænmetisbændur? Verða þeir að rækta allt samkvæmt stöðlum ESB?
Viðræður skera úr um hvað Íslandi býðst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl "nafna". Það er fleiri spurningum ósvarað; hvert er hið árlega félagsgjald í ESB apparatið og hvað kosta aðildarumræðurnar okkur?
Skyldi nýjasti niðurskurðurinn á lífeyri öryrkja og aldraðra duga til þess að borga þann "brúsa"?
Kolbrún Hilmars, 10.7.2009 kl. 18:30
mikið rétt hjá þér,sennilega er evrópusambandið að sækjast eftir einhverju öðru en skuldum hérlendis? verst að Össur & co vita það ekki....hvað eigum við annars annað en skuldir,vatn og fisk????
zappa (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.