13.7.2009 | 02:47
Hundurinn minn er hommi
Ég og tvær dætur mínar fórum með hundinn minn hann Úlf út á Geirsnef í kvöld, við fengum okkur góðann göngutúr og hundurinn fylgdi okkur vel og var hlýðinn. Fyrst hitti hann tík sem vildi leika við hann og hann lék sér stutta stund við hana. Svo héldum við áfram göngutúrnum og stuttu seinna hittum við hund og eiganda hans. Úlfur varð strax spenntur fyrir þessum hundi, hann fór að riðlast á hundinum. Við mæðgurnar drógum hann frá hundinum og héldum áfram göngutúrnum. Allt í einu stökk hann Úlfur frá okkur og þaut í átt til hundsins sem við mættum aðeins fyrr. Hann Úlfur var núna sýnu verri, án okkar mæðgnanna. Hann var með frekju og ætlaði að nauðga aumingja hundinum, sem betur fer tók konan sem átti hinn hundinn í ólina á Úlfi og hélt honum kyrrum þar til við mæðgur vorum mættar á svæðið. Úlfur fékk skammir frá okkur öllum, síðan var hann teymdur að bílnum mínum og skammaður í bak og fyrir. Ég sem hélt að hundurinn minn væri svo vel siðaður.
Athugasemdir
Hí hí ha ha, en svona eru allir hundar Jóna mín.
Þeir eiga eitthvað svo bágt með sexualitíð í sér. Eða hefurðu aldrei lent í því að hundur tæki þig á "löpp"?
Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.7.2009 kl. 02:57
Jú í gamla daga, vestur í "arg ég man ekki nafnið" þar sem dagvaktin var tekin.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.7.2009 kl. 03:01
Sendu hann til Gunnars í Krossinum
Sigurður Þórðarson, 13.7.2009 kl. 06:51
Þetta hefur ekkert með samræði að gera. Hann er að sýna hinum hundinum hver ræður.
Hrönn Sigurðardóttir, 13.7.2009 kl. 08:27
Rétt hjá Hrönn, ekkert kynferðislegt á ferð- bara yfirráðadella í þeim þegar þeir láta svona. Sá sem er ofaná er yfirhundurinn, hinn er ómerkilegri
Ragnheiður , 13.7.2009 kl. 11:22
Hinn hundurinn var nú ekkert að láta þetta yfir sig ganga, hundarnin ruku saman með látum. Þetta var bara í fyrsta skipti sem hann Úlfur hefur hegðað sér svona. Ætli hann sé ekki loksins fullorðinn, nýorðinn tveggja ára.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.7.2009 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.