14.7.2009 | 01:17
Ég er sammála Davíð
Þegar hann talaði um það að stjórnin og fyrrverandir stjórnir hafi borið hag Englendinga og Hollendinga ofar okkar hag. Það virðist ennþá vera stefna stjórnarinnar að styðja Bretana og Hollendingana með ástæðulausum IceSlave samningi. Ég vil sjá stjórnina standa með okkur Íslendingum og hafna þessum samningi. Og láta Bretana og Hollendingana sækja málið samkvæmt lögum, þ.e.a.s láta þá stefna okkur og dæma okkur til greiðslu IceSlave skuldarinnar.
Gerði ekki kröfu um greiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já,(:-
Helga Kristjánsdóttir, 14.7.2009 kl. 01:59
Kannski eruð þið lík með það Davíð og þú að muna ekki hvað hann skrifaði undir sjálfur í upphafi í tengslum við Icesafe reikningana.
Lára Stefánsdóttir, 14.7.2009 kl. 02:08
Þó Davíð hafi skrifað undir að hann myndi selja Ísland til Kína sem Seðlabankastjóri eða forsætisráðherra getur það aldrei orðið að lögum fyrir en alþingi er búið að samþykkja það, forseti Íslands að staðfesta það og búið að birta það í stjórnartíðindum svo það skiptir engu hvað hver skrifaði undir með skuldarviðurkenningar sem Íslenska þjóðin þarf að borga, hún öðlast aldrei gildi fyrir en eftir þetta ferli.
Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 10:11
Knús og kossar og ljúfur faðmur....:O)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.7.2009 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.