15.7.2009 | 02:37
Þess vegna þurfum við stjórnlagaþing
Til þess að fyrirbyggja sölu á náttúruauðlindum okkar Íslendinga. Það verður að stofna þetta stjórnlagaþing eins fljótt og auðið er. Kannski væri hægt að gera sölur á þjóðarauðlindum afturvirkt ógildar.. Náttúruauðlindir okkar Íslendinga verða alltaf að vera í eigu okkar Íslendinga, annars er voðinn vís. Ég er fylgjandi því að velja fólk á stjórnlagaþingið, handahófskennt úr þjóðskránni. Áfram Ísland.
Viðskiptin verði að þola dagsins ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl, Jóna. Við erum í miklum vandræðum því vinstri flokkarnir gefa skít í lýðræðishallann og hægri flokkarnir eru ekki stjórntækir. Öll umræðan er um ESB og nauðungarsamninginn við breta sem hvorutveggja á umsvifalaust að ýta af borðinu og setja í staðinn áætlun um tiltekt hér heima. Því miður virðist ekkert slíkt í sjónmáli.
Kveðja, LÁ
Lýður Árnason, 15.7.2009 kl. 05:01
Geysir Green er bara krimmafélag sem á ekki að koma nálægt orkuiðnaði á Íslandi.
Guðmundur Pétursson, 15.7.2009 kl. 05:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.