16.7.2009 | 01:37
Hægt dreifist svínaflensan hérna
Ég hef undrast það hversu hægt svínaflensan hefur farið hérna á Íslandi. Fyrir rúmum mánuði voru 4 smitaðir, það er eins og þeir 4 hafi ekki smitað neinn. Svo kemur upp nýtt smit og það er líka upprunnið frá Bandaríkjunum. Ég er örugglega í áhættuflokki vegna smits á þessari svínaflensu. Ég var með túrista frá Bandaríkjunum og Bretlandi í vinnunni minni í kvöld, sem betur fer virtist enginn af þeim vera veikur
Ég ætla að kaupa mér bóluefni þegar það kemur, ef ég hef ennþá sloppið við smit, þegar þar að kemur, bóluefnið kemur víst ekki fyrr en í haust eða vetur hingað.
Mæðgur fárveikar af svínaflensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef hálf þjóðin fær flensuna í haust eins og landlæknir segir, þá lamast allt samfélagið og heilbrigðiskerfið verður ekki í stakk búið til að sinna sjúkum. Miðað við þetta munu deyja allt að 300 manns í haust. Upplífgandi að ekki voru keypt flensulyf nema fyrir helminginn, verst að heilbrigðisyfirvöld vita ekki hvaða helming þau eiga að gefa lyfið. Yfirlæknir sóttvarna svaraði fréttamanni sjónvarpsins í gær engu um það hvaða hópar það væru sem væru áhættuhópar, manneskjan vissi það ekki. Samt sagði hún´áður en hún var spurð að lyfið yrði gefið áhættuhópum. Hvernig á þá að velja í þennan helming? Þetta er bara fáránlegt rugl að vera spara peninga með þessum hætti. Börn eru að deyja úr þessum fjanda, síðast sex ára gömul stúlka í Bretlandi.
Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.