Þjóðnýting á útrásarvíkingum

Er ekki kominn tími til þess að þjóðnýta eigur útrásarvíkinganna?  Sjálftökuliðið þarf að fara að borga okkur þjóðinni til baka, eitthvað af þeim fjármunum sem þau skömmtuðu sér.  Eina réttlætið sem ég get sætt mig við, eru handtökur og eignaupptaka útrásarvíkinganna.  Ég er líka stundum að velta því fyrir mér, hversvegna þetta sjálftökulið er ennþá frjálst.  Stjórnvöld halda greinilega verndarhendi yfir spillingarliðinu,  og sjálfum sér í leiðinni.   Koma svo, handtökur og eignafrysting helst í dag, eða í gær!!!!!!
mbl.is „Þjóðnýta“ jörð Sigurðar Einarssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég skemmti mér vel yfir blogginu sem þessi frétt byggir á Þetta eru algerir húmoristar en auðvitað er það líka rétt sem þarna kemur fram þannig að húmorinn er fullri alvöru blandinn.

Mér finnst langlundargeð íslenskra stjórnvalda með þeim sem settu okkur klárlega á hausinn með þvílíkum ólíkindum að það getur ekki útskýrst með öðru en því sem þú segir. Stjórnvöld halda verndarhendi sinni yfir meindýrunum sem blóðmjólkuðu efnahagslífið ofan í þann volaða forarpytt sem við stöndum ofan í, í dag

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.7.2009 kl. 03:28

2 identicon

Sæl Jóna.

Ég er búinn að birt 10 til 15 pistla um þetta og ekkert gengur. Þeir eru bara með Friðhelgi og Diplopassa. Anað getur það ekki verið.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 07:20

3 identicon

Frábært, það á að taka allar "eigur" þessara manna og þjóðnýta þær... ekkert rugl takk fyrir.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:05

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það er nú samt gott að Hreiðar stofnaði næsta glæpafyrirtæki í Lux en ekki á Íslandi. Nógu mikinn usla er hann nú búinn að valda hér.

Ellert Júlíusson, 16.7.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Auðvita endar þetta með því að "lýðurinn" tekur lögin í sínar hendur þegar stjórnvöld bregðast. Við hverju öðru er að búast nú þegar níu mánuðir eru liðnir frá mesta efnahagshruni sem nokkur þjóð hefur mátt þola og ekki er búið að ákæra einn einasta mann og ekki er búið að setja neinn einasta mann á baka við lás og slá.

Á því getur bara verið ein skýring, hagsmunatengsl bankamanna, útrásarvíkinga og stjórnvalda, þar með talið FME og ákæruvaldsins eru enn óbrotin og órofin. Þessi hópur mann sem ber ábyrgð á hruninu, þeir standa vörð hver um annan og þó Eva Joly hafi verið kölluð til þá virðist það ekki hafa dugað til.

Þetta getur ekki endað nema með því að almenningur gerir uppreisn gegn þessari glæpaklíku. Fyrstu merki þeirrar uppreisnar sjáum við í þessu máli og málningu sem slett er á hús þessara manna.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.7.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband