23.7.2009 | 00:36
Hvers vegna er málum svona háttað?
Að vinstri stjórn Steingríms og Jóhönnu er svona mikið í mun að bjarga fjármagnseigendunum, sérstaklega þeim hollensku og bresku? Hversvegna standa þau ekki vörð um okkur Íslendinga? Erum við öll talin sem rumpulýður sem er ekki viðbjargandi, en velborgandi fyrir skuldir annarra? Af hverju hafa þau ekki slegið skjaldborgir um íslensk heimili?
Svo að öðru, ég var að skoða stjörnuspána mína á mbl.is Svona hljóðar hún, "
Stjörnuspá
Vog: Þú þarft ekki að bíða eftir því, að aðrir hrindi málum úr vör. Kannski væri ráð að heimsækja einhvern sem þú hefur ekki séð lengi eða fara í frí til útlanda.
Halló vegna kreppunnar kemst ég ekki til Finnlands í ár, ég kemst ekki í frí þetta árið. Ég hef ekki efni á því.
Hvorki fyrirvarar né frestun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þau geta ekki slegið skjaldborg um íslensk heimili því nú á að einkavæða bankana og til að fá sem mest verð, þá þurfa öll lán fjöldskyldna í bönkunum að reiknast upp í topp. Því verðmæti bankanna liggja aðallega í lánum sem fjölskyldur landsins bera.
Þetta er óhugnanlegur andskoti. Leiðinlegt að þú komist ekkert í frí. Ég er í sumarfríi en fer ekkert nema stuttar dagsferðir í mesta lagi.
Margrét Sigurðardóttir, 23.7.2009 kl. 00:50
Það á að setja þjóðina í vonda stöðu og svo á að láta það líta þannig út að eina leiðin sé að ganga í ESB til að laga hana.
Hannes, 23.7.2009 kl. 00:54
Þjóðin er í vondri stöðu, hún er með stjórn sem stendur ekki með henni. Stjórnin stendur með spillingarliðinu og útlendingunum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.7.2009 kl. 00:57
Kannski ýtki ég þarna áðan, ég hef efni á fríi. En ég kemst ekki í frí vegna veikinda í fjölskyldunni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.7.2009 kl. 01:00
mikil verðmæti bankanna liggja í veðsettum fiskveiðiheimildum svo gaman verður að sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að tækla það að erlendir kröfuhafar eignist ekki kvótann? sennilega er eina ráðið að banna að ganga að útgerðarmönnum...það væri nú til að toppa vitleysuna,því ég er nú ekki farinn að sjá erlenda kröfuhafa sem talað er um að eignist bankana sleppa verðmætustu veðunum frá sér....svo er bara að skella sér á tjaldstæðið í laugardalnum....ferðumst innanlands í sumar..
zappa (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 01:49
Ég er svo heppin að eiga góða vini í Finnlandi, ég þarf ekki að borga fyrir hótel þegar ég er þar. Undanfarin ár hef ég keypt ferðir til Finnlands á undir 30.000 með flugvallarsköttum. Svo hef ég haft með mér nokkrar Evrur til þess að hafa eyslufé. Ég ferðast yfirleitt alltaf ódýrt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.7.2009 kl. 02:12
eftir því sem mér hefur sýnst á auglýsingum er sennilega um tvennt að velja hjá þér, synda og hafa með þér nokkrar evrur eða fljúga og sleppa evrunum...ekki hvorutveggja þetta árið góða...
zappa (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.