27.7.2009 | 01:11
Gríðarlegur mannfjöldi
Ég skrapp austur fyrir fjall í gær ásamt tveimur dætrum mínum. Við fórum í sumarbústað foreldra minna, þar stoppuðum við í rúma 4 klukkutíma. Við grilluðum lambakjöt og slöppuðum af í heita pottinum. Um kvöldmatarleitið var haldið heim á leið. Við ákváðum að keyra Nesjavallaleiðina á heimleiðinni, vegna þess að þetta er einn fallegasti staður sem ég hef komið á. Á Úlfljótsvatni var gríðarlegur mannfjöldi, tjöld og bílar. Þegar við vorum búnar að aka framhjá Nesjavallavirkjun og vorum á leið upp að Hengisvæðinu stoppuðum við á útsýnispallinum fyrir ofan Nesjavelli. Ég hef komið þarna nokkrum sinnum áður, ég elska útsýnið frá þessum útsýnisstað. Þar sést vel yfir virkjunarsvæðið, Þingvallavatn og sveitina í kring líka.
Alþjóðlegur karnival-dagur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Jóna.
Já útsýnið þarna er heillandi. Ég er 100% sammála !
Kveðja
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.