Ótrúlega algengt hérna á Íslandi

Ég hef tekið eftir því að hérna á Íslandi er ótrúlega algengt að sjá ungt fólk skrifa SMS undir stýri.  Þar sem ég vinn við Laugaveginn og reykti þar til fyrir 5 vikum síðan, sá ég oft ungt fólk að skrifa SMS undir stýri.  Núna fer ég sjaldan út á gangstétt, nema til þess að fá mér frískt loft.  Svo hef ég tekið eftir fólki skrifa SMS þegar ég er sjálf úti í umferðinni.

  Samt var það versta sem ég lenti í þannig, að ég var farþegi í bíl dóttur minnar og sá ég hana vera að skoða símann sinn á meðan hún keyrði.  Ég var alveg hissa hversu mörg SMS hún fékk að meðan hún var að keyra, mér datt ekki einu sinni í hug að hún væri að svara og spjalla með SMS á meðan hún keyrði.  Svona græn var ég í fyrra, núna veit ég betur og dóttir mín er ekki á SMS spjalli þegar ég er í bílnum með henni, sem farþegi.  


mbl.is Vill bann við sms undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öllum finnst þeir hafa fullkomna stjórn á ökutækinu þegar þeir eru undir stýri. Lang, lang flestir virðast líka halda að einbeiting þeirra skerðist ekkert við að tala í símann undir stýri, sem er helber og alger þvættingur. Reyndar er reynsla mín sú að þeir sem telja sig sig hvað hæfasta til þess séu einmitt þeir lélegustu til þess.

Nógu óþægilegt þykir mér sjálfum að keyra og tala í símann á sama tíma, enda segi ég venjulega ekkert nema "er að keyra, bjalla í þig eftir smá, bæ" og skelli á.

Að skrifa SMS undir stýri finnst mér hinsvegar ekki bara heimskulegt, heldur hreint út sagt geðsjúkt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 02:00

2 Smámynd: Sigrún Óskars

til lukku með reykleysið - gangi þér vel !!

Sigrún Óskars, 30.7.2009 kl. 14:04

3 Smámynd: Hannes

Ég er alveg sammála að það eru ótrúlega margir sem eru alltaf að tala í símann og senda SMS þegar þeir eru að keyra og valda stórhættu án þess að gera sér grein fyrir því.

Það er allt í lagi að tala í símann þegar maður er að keyra beint en alls ekki þegar maður þarf að skipta um akreinar og beygja og alls ekki sms enda þarf maður alltaf að vera með augun á veginum en ekki símanum.

Ég hef velt því oft fyrir mér undafarin ár hvort ekki ætti að gefa þeim sem keyra á punkt svipað og maður fær ef maður brýtur af sér í umferðinni og setja þá ökumenn sem keyra oft á í akstursmat og svo sviptingu þegar ákveðnum fjölda er náð.

Hannes, 30.7.2009 kl. 14:31

4 identicon

Ég efast um að akstursmat myndi breyta neinu þar sem menn eru auðvitað ekkert að tala í símann í akstursmati. En það ætti tvímælalaust að gefa þeim punkta.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:37

5 Smámynd: Hannes

Helgi. Það eru margir ökumenn sem eru algjörlega vanhæfir hvort sem þeir eru í síma eða ekki og þetta myndi gera það að verkum að þeir myndu hætta að tala í símann ef þeir vissu að þeir væru að koma að því að missa prófið. Svo myndi þetta gera það að verkum að þeir allra verstu myndu missa prófið mjög fljótt.

1. punkur fyrir smá nudd en 6. ef það er keyrt í burtu. 3 ef það sér á bílunum 9 ef það er keyrt í burtu. 5 ef það er stórtjón eða meiðsl á fólki og 15 ef það er keyrt af vettvangi og fólk missir eftir 15 punkta í 3mánn og í 5 ár ef uppsafnaður fjöldi á 3ára tímabili er 30eða fleiri. Kerfið gæti verið eitthvað í þessa átt.

Og aksturmat ef þeir fara yfir 10 á einu ári.

Hannes, 30.7.2009 kl. 15:11

6 Smámynd: Steini Thorst

Styð þessa hugmynd Hannesar heilshugar :)

Steini Thorst, 31.7.2009 kl. 00:29

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hanner það er eitthvað punktakerfi í gangi hérna á Íslandi og hefur verið í mörg ár, ef þú færð að ég held 12 punkta á ákveðnum tíma fyrir umferðalagabrot.  Þá ert þú sviftur ökuskírteini í ákveðinn tíma

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.7.2009 kl. 00:54

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hannes og sviptur átti að standa í fyrri athugasemd :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.7.2009 kl. 00:55

9 Smámynd: Hannes

Jóna þetta punktakerfi sem við erum með byggir á að gefa fólki sem brýtur af sér í umferðinni punkta.

Aðili getur alltaf verið á löglegum hraða en samt alltaf verið að rekast utaní eða að bakkað á hvað eftir annað þó hann brjóti ekki umferðarlögin.

Það er oft þeir sem hafa verst stjórn á sínum bílum sem keyra alltaf á löglegum hraða.

Hannes, 31.7.2009 kl. 01:50

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.7.2009 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband