1.8.2009 | 01:33
Skjálfti af stærðargráðunni 2,6
Er ekki snarpur, það er smáskjálfti. Skjálftar yfir 4 á Richter gætu talist snarpir, allavega í nágrenni uptakanna. Skjálftinn sem varð fyrr í kvöld kl. 23.46 var yfir 3 á Richter, hann var allavega merktur með stjörnu á skjálftakortinu frá veðurstofunni.
Annar snarpur skjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stærðin segir ekki allt, heldur á hvaða dýpi hann var.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 01:49
Ég hef alltaf haft vefinn hraun.vedur.is í uppáhaldsvefsíðum á tölvunni minni núna virkar sá vefur ekki sem skildi. Ætli fólkið sem sér um vefinn sé í sumarfríi?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 01:59
Ég bý á Reykjanesinu og skjálftinn sem var í kvöld 3.1 á ricther hjá Keili (sem ég horfi á útum eldhúsgluggann). Ég fann ekki þennan skjálfta samt er ég mjög jarðskjáftlahrædd. Samt þurfa þeir að vera meira en 4 á ricther til að ég verði hrædd.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 02:17
Ég veit það Sólveig Þóra, fyrri skjálftinn sem varð klukkan 23.46 var 3.1 á Richter. Ég er mest hissa á því að ég hafi ekki fundið einn einasta skjálfta sem hefur átt upptök sín á Reykjanesinu undanfarna mánuði. Þar sem ég bý á Seltjarnarnesi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 02:31
http://visir.is/article/20090731/FRETTIR01/878988119 Ekki fundu börnin mín jarðskjálftann, ég sjálf var í vinnunni minni á Laugaveginum þegar umræddur jarðskjálfti reið yfir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 02:37
Talandi um að Keilir er í um 13 km fjarlægð frá mér, skrýtið.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 02:43
Ég sjálf er illa haldin af jarðskjálftafóbíu, ég frýs ef ég finn jarðskjálfta. Svo fæ ég í magann, og er haldin hræðslu næstu vikur eftir það.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 02:46
Ég líka. Þess vegna þoldi ég illa þessa spá Láru um mjög stóran skjálfta við krýsuvík. Enda er komið í ljós að hún er loddari. það geta hinsvegar orðið skjálftar þarna við Krýsuvík upp á 6 og þá verð ég virkilega hrædd.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 02:53
Ég reyndar upplifði það 1973 minnir mig þá hafi orðið jarðskjálfti upp á 5 komma eitthvað á föstudegi og skalf meira og minna alla helgina. Þá skeði það að ég byrjaði að óttast jarðskjálfta.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 02:55
Ég var 15 ára þá.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 02:56
Heheh gæti verið, þá var ég 13 ára og alein heima hjá mér á Seltjarnarnesinu. ég man það ennþá hversu hrædd ég varð. Ég átti fiskabúr og var það uppá sjónvarpinu og horfði ég á það og vonaði að ekki flæddi upp úr fiskabúrinu. Svo rafmagnið færi ekki af líka. Þar byrjaði jarðskjálftafóbían mín.!!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:01
Ég er haldin sömu jarðskjálftafóbíu og þú. Það eru ekki allir sem skilja þennan ótta. Kannski af því að það er lítið annað sem maður óttast og fólk heldur að maður sé svo kúl veit ekki.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:03
Þar byrjaði mín fóbía líka ert þú fædd 1960 því ég er fædd 1958 og ég man svo vel eftir þessum skjálfta ég ætla að gúggla honum inn hve hann var sterkur.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:06
Allavega þá er ég alltaf á skjálftavaktinni, ég fylgist vel með öllum jarðhræringum á Íslandi. Alltaf, og er ávalt viðbúin. Ég er búin að hafa vasa sem amma mín gaf mér inni í skáp liggjandi undanfarin 10 ár bara til öryggis og annann brothættann kertastjaka liggjandi á hliðinni undanfarin 6 ár. Þeir koma ekki fram fyrr en sá stóri hefur komið!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:09
Þar byrjaði mín fóbía líka ert þú fædd 1960 því ég er fædd 1958 og ég man svo vel eftir þessum skjálfta ég ætla að gúggla honum inn hve hann var sterkur. Fór á vedur.is og þar kemur fram að það varð skjálfti í sept 1973 upp á 5.5 VNV af Krýsuvík. Þannig að þetta stemmir og þetta er ansi stór skjálfti þá átti ég heima í Kópavogi.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:15
Jóna þeir geta ekki orðið stærri en 6 þarna bergið er of veikt til þess, huggum okkur við það.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:17
Ég veit það, og segi bara sem betur fer.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:18
Já en maur er hræddur samt. Veistu það að ég er meira hrædd við hljóðin í bylgjunum en skjálftann sjálfan, heimskulegt er það ekki?
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:26
átti að vera maður ekki maur haha
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:26
Dýrin mín heyra hljóðin betur en ég. En ég þoli ekki drunurnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:36
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:37
Það er það sem ég var að reyna að segja drunurnar þoli þær ekki. En nú gæti orði jarðskjálfti á hverri mínútu hér á Reykjanesinu þannig að ég ætla að hverfa inn í draumalandið. Hafðu það gott Jóna
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 03:40
Við getum losað okkur við alla vísindamenn, hent öllum skjálftamælum og alles... Lára stendur vaktina
DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.