3.8.2009 | 03:34
Afdankaður stjórnmálamaður gjammar
Er þetta ekki maðurinn sem kjósendur höfnuðu í kosningum um árið? Samspillingarflokkurinn setur náttúrulega fallista í góð embætti. Mín skoðun á svona pólitískum ráðningum er þannig. Það má aldrei ráða óhæfa einstaklinga í vinnu, hæfnin verður alltaf að ráða ekki fjölskyldutengsl, ekki flokkatengsl, ekki vinatengsl. Allir stjórnmálaflokkarnir sem hafa verið við völd undanfarin 50 ár hafa látið vini, ættingja og flokksfélaga ganga fyrir öðrum í ráðningum. Það er kominn tími á breytingar, fá óháð fyrirtæki sem ráðningarstofu í allar æðstu stöður landsins. Svo þarf að hreinsa út gamlann óþverra = óhæfa embættismenn, stjórnmálamenn, bankamenn og ýmsa aðra.
Hrannar sendir Joly tóninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér kjarnyrta kona!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.8.2009 kl. 05:24
get tekið undir...........
Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2009 kl. 07:41
Sammála! Við sjáum hvað hafðist uppúr því að nota stöðu seðlabankastjóra sem elliheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn.
Jón Bragi Sigurðsson, 3.8.2009 kl. 11:20
Flott færsla hjá þér....!
Ómar Bjarki Smárason, 3.8.2009 kl. 13:19
enda sjáum við árangurinn af svona ráðningum,komin á hausinn og með stimpil spillingar á okkur um allan heim.
zappa (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.