Neyðarfundur?

Var haldinn neyðarfundur í skilanefnd Kaupþings núna í kvöld?  Ég er svosem ekkert hissa á þessum viðsnúningi í skoðunum.  Fólki var nóg boðið, bankaleyndin var brotin.  Sem betur fer fyrir okkur landsmenn sem grunaði stórfelld afbrot gömlu bankanna.  Ég hlakka til þess að sjá umfjöllun Kristins Hrafnssonar í fréttatíma sjónvarpsins á morgun. 
mbl.is Falla frá lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Jóna Kolbrún !

Vonandi; fær Kristinn fréttamaður, frjálsar hendur. En; síðan þyrfti, að refsa Rúnari frænda mínum Sýslumanni, sem öðrum taglhnýtingum valdastéttarinnar, harðlega.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 01:31

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sæll Óskar Helgi.  Ég er líka sammála því að sýslumanninum þurfi að refsa, hann átti hagsmuna að gæta?  Eru ekki tveir synir hans háttsettir í bankaelítunni???

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.8.2009 kl. 01:33

3 Smámynd: Eygló

Mikið er ég ánægð með að vera búin að fá Kristin Hrafnsson. Þar held ég að fari maður sem megi treysta.

Eygló, 4.8.2009 kl. 01:36

4 identicon

Heil; á ný, Jóna Kolbrún !

Jú; rétt er það. Synirnir; eru engir ættar betrungar, því miður, Jóna mín.

Það er; skömm að því, að vera venzlaður þessum meið, minnar ættar.

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 01:39

5 Smámynd: Eygló

Það þarf ekkert að vera slæmt að vera í ætt með vitleysingum. Það gæti þýtt það að hálfvitakvótinn væri upp urinn í þeirri ætt. Þessu treysti ég allavega.

Eygló, 4.8.2009 kl. 01:42

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki hef ég vit á ættfræði, ég nenni sjaldan að skrá mig inn á Íslendingabókina.  Ég veit samt að Óskar Helgi er skyldur mér í 5 eða 6 ættlið.  Ekki hef ég áhuga á því að vita hvort þessi sýslumaður er ættingi minn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.8.2009 kl. 01:48

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 
Bjarni Hannesson 1786 - 1844
Sigríður Bjarnadóttir 1836 - 1912
Margrét Sæmundsdóttir1861 - 1949
Sæmundur Tómasson1888 - 1975
Sigríður Guðný Sæmundsdóttir 1920 - 1991
Jóhanna Þórðardóttir1943
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir1960
Einar "ríki" Hannesson 1781 - 1870
Þorkell Einarsson 1802 - 1880
Guðmundur Þorkelsson 1830 - 1914
Guðríður Guðmundsdóttir 1855 - 1890
Sesselja Helgadóttir1888 - 1924
Helgi Vigfússon 1910 - 1987
Óskar Helgi Helgason 1958

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.8.2009 kl. 01:54

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Gissur Oddsson    Guðleif Pálsdóttir  
   1662   1664  
Jón Gissurarson 1704 - 1787
Stefán Jónsson 1729 - 1809
Kristín Stefánsdóttir 1778 - 1815
Þórdís Þorsteinsdóttir 1810 - 1860
Kristín Þórðardóttir 1837 - 1911
Eyjólfur Kristjánsson Welding 1873 - 1949
Jóna Salvör Eyjólfsdóttir1921 - 1980
Garðar Rafn Sigurðsson1941
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir1960
Magnús Gissurarson 1703
Magnús Magnússon 1733
Gunnar Magnússon 1771 - 1839
Guðmundur Gunnarsson 1810
Hlaðgerður Guðmundsdóttir1840
Guðrún Þorsteinsdóttir1867 - 1949
Ágústa Jósepsdóttir 1907 - 1986
Eygló Yngvadóttir 1950

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.8.2009 kl. 01:55

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki veit ég hvort þetta er rétta fólkið, þar sem ég veit ekki fæðingarár ykkar tveggja :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.8.2009 kl. 01:56

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sjálf er ættuð úr Grindavík, Hafnarfirði, Þingvallasveitinni og úr Rangárvallasýslu einhversstaðar.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.8.2009 kl. 01:57

11 identicon

Komið þið sælar; á ný !

Jú; rétt mun vera ættfærzlan, Jóna Kolbrún. Hygg, að Eygló mótmæli ei, þinni niðurstöðu - fremur mér.

Hafir þú; beztu þakkir, fyrir upplýsingu þessa, Jóna mín.

Með beztu kveðjum - sem, áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 02:05

12 Smámynd: Eygló

Jú, jú, þú ert með mig þarna /Eygló Y/

En ég rak augun í Welding!!!   Viltu ræða það eitthvað frekar!????   hahahahahah

Eygló, 4.8.2009 kl. 02:08

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heheh ekki hef ég verið stolt af skyldleika mínum við Lárus Welding, þetta er í fyrsta skipti sem ég tala um það

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.8.2009 kl. 02:10

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Langafa mínum þótti nóg að heita Eyjólfur Kristjánsson, hann hætti að nota Ættarnafnið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.8.2009 kl. 02:12

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Greyið, að vera skyld Lalla Logsuðu... en ég er líklega skyldur Halldóri Ásgrímssyni og ekki er það nú skárra.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2009 kl. 03:01

16 Smámynd: Eygló

Lalli Logsuða hætti að nota logsuðunafnið 1 eða 2 vikum eftir bíb. Notar nú föðurnafnið, held ég.

Eygló, 4.8.2009 kl. 03:19

17 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem mér finnst undarlegt er að þessi fyrirsögn staldraði ekki lengi á forsíðu mbl.is, ég var alltaf að bíða eftir því í morgun að lesa um hana á mbl.is eftir að ég las hana á visir.is þá kemur í ljós að hún er birt 4.8.2009 kl 00:56 og er hvergi að finna á forsíðunni, eins mikið og þetta hefur verið í umræðunni í þjóðfélaginu þá hanga inni ómerkilegri fréttir á forsíðunni mun lengur.

Sævar Einarsson, 4.8.2009 kl. 09:48

18 Smámynd: Sævar Einarsson

Reyndar er þetta í helst í fréttum en ætti nú frekar að vera á forsíðunni sem fyrirsögn, en ekki ómerkilegur hlekkur.

Sævar Einarsson, 4.8.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband