Takk Páll Hreinsson

Núna ert þú búinn að valda fólki sem er í vandræðum, meiri áhyggjum.  Mér finnst þetta óábyrgur fréttaflutningur hjá mbl.is.  Ég er alveg viss um það að þessar vondu fréttir sem við fáum í nóvember verða til þess að fólk sem hafði smá von, missir hana.  Þetta er svipuð frétt og þegar spákonan spáði jarðskjálfta og olli  hræðslu hjá fólki. 
mbl.is Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Menn verða að hlusta á vondar fréttir, ef þær eru rétt lýsing á því sem þarf að glíma við, því annað væri án ábyrgðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2009 kl. 00:46

2 identicon

ég persónulega er búin að fella orðið "ábyrgð" niður hjá mér úr íslensku,því einhvern vegin er ég orðinn svakalega pirraður á því-sumir gegndu svo miklum ábyrgðum þegar þeir voru að skammta sér laun að þjóðartekjur nægðu þeim ekki, fengu svo kúlulán og alles, en svo þegar allt hrundi ber enginn ábyrgð, jú ég og hinir sem vorum ekki í nógu ábyrgðarmiklum störfum til að þá laun í samræmi við aðra, ábyrgðir kúlulánafólksins var þurrkuð út- mín lán hækkuðu, nú bar ég ábyrgð, svo Einar Björn ég ætla bara að vera án ábyrgðar, takk fyrir.....og Jóna Kolbrún fyrirgefðu langlokuna en það fer orðið svo í mig þetta kjaftæði um sameiginlega ábyrgð og sambandi við áhyggjur ég er komin með minn skammt svo varla er ábætandi, nema þegar maður fer að sjá þingmenn og elítuna flýja land þá kannski bæti ég við áhyggjum hjá mér......

zappa (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 01:15

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Einar Björn, til hvers að útvarpa svona þann áttunda ágúst?  Að þann fyrsta nóvember séu vondar fréttir yfirvofandi?   Ég ber ábyrgðir zappa ég er íbúðareigandi og skuldir mínar hafa hækkað mikið undanfarin ár.  Ég er ein af skrílnum, er bara launþegi.  Kúlulánafólkið, ofurlauna/bónusafólkið sem bar ábyrgðir er í dag ábyrgðarlaus skríll.  Ég er sammála þér zappa þetta er kjaftæði, ábyrgðirnar virðast bara vera hjá okkur sem skuldum verðtryggðu lánin. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2009 kl. 01:30

4 identicon

Heil og sæl; öll sömul !

Einar Björn !

Ég hlýt; að taka undir, með þeim Jónu og zappa. Þetta er; engu lagi líkt, hvað búið er að koma Íslendingum í. Ætli þeir; suður í Kongó, eða þá; herstjórarnir, austur í Búrma (Myanmar), kynnu ekki, að vera okkur hliðhollari valdhafar, ef við ættum kost á, fremur en þessi andskotans flón, sem nú sitja - og höfðu; áður setið, á undan þeim ?

Með beztu kveðjum; sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 01:55

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jóna Kolbrún:

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af heilindum Páls Sveins Hreinssonar, en ég myndi leggja hægri hönd mína að veði fyrir hann (er reyndar örvhentur).

Páll kenndi mér stjórnsýslurétt í Háskóla Íslands og betri og skemmtilegri og áreiðanlegri kennara hef ég ekki haft.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.8.2009 kl. 09:46

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sammála, kynni mín af honum Páli voru svipað eðlis, og ég sé ekki ástæðu til að rengja hann. Við þurfum að hafa kjark til að hlusta á sendiboða slæmra tíðinda. Að skjóta sendiboðann, hefur alltaf verið talið heimskulegt atferli. Einnig það atferli, að láta sem allt sé gott, á meðan hlutir eru að leita til verri vegar.

Þ.e. aldrei betra, að láta sem maður sjái ekki þ.s. að er, því einungis með réttri sýn á aðstæður, er það hugsanlegt að þeir sem ráða, taki réttar ákvarðanir.

Lengi er hægt að láta vont versna, ef menn neita að horfast í augu við veruleikann, eins og hann er.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband