Kannski stærsta gangan

En ekki sú skemmtilegasta.  Ég skrapp í bæinn með örverpinu og horfðum við á gönguna fara framhjá okkur á Laugaveginum eins og undanfarin ár.  Mér fannst þessi ganga ekki eins flott og hún var í fyrra og árin þar á undan.  En gangan var greinilega fjölmennari.  Ég saknaði þess að sjá Pacas sem hefur yfirleitt verið í flottum búningum, og Páls Óskars.  Ég tók nokkrar myndir í gær, og set ég kannski myndir inn á morgun.  Ég styð réttindabaráttu samkynhneigðra, en ég er ekki fylgjandi því að samkynhneigðir séu styrktir af borginni til þess að fara í skólana.  Mér finnst það röng forgangsröðun á almannafé. 
mbl.is „Stærsta gangan til þessa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Vinkona mín sagði það sama; þetta hefði ekki verið eins skemmtilegt og undanfarið. Sagði eitthvað á þá leið að þetta hefði verið eins og "flot" með fólki uppá, sem langaði að vera á palli. Fór ekki sjálf. Gaman að þessu.

Vil EKKI HELDUR láta halda kynningar í skólum. Þá þyrfti að koma með svo margt í skólana til að halda jafnræði.

Eygló, 9.8.2009 kl. 03:12

2 Smámynd:

Mikið er ég sammála Jóna Kolbrún. Fyrir nú utan að ekkert tilefni er til "gleðigöngu" á þessum tímum.

, 9.8.2009 kl. 08:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Getur verið að byltingin sé að éta börnin sín.  Hörður Torfasvo var sá fyrsti sem barðist móti straumnum.  Í dag vilja þeir helst ekki vita af honum.  Þegar sigri er náð þá vill það brenna við að þeir taki við sem eru upphafðir og yfirborðskenndir.  Þá dettur botnin úr þegar hugsjónamennirnir hrökklast frá.  En þessi ganga á svo sannarlega rétt á sér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2009 kl. 10:01

4 identicon

ég sá gönguna bara í sjónvarpinu og varð mér þá einhverrahlutavegna samstundis hugsað til gamals frasa úr lagi með hinni stórgóðu hljómsveit  DR  HOOK þar sem fjalla um "freak show" án allra fordóma, alltaf þótt gangan flott hingaðtil, en nú fannst mér einhvernveginn frakar að fólk væri til sýnis!!!!! 

zappa (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 13:03

5 Smámynd: Eygló

Kannski hittir Ásthildur naglann á höfuðið.

Eygló, 9.8.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband