Hvernig væri að hlusta á sérfræðinginn?

Ég er fylgjandi því að bíða þar til eignir þrotabús Landsbankans eru komnar í verð.  Svo er ég líka fylgjandi því að Breskum stjórnvöldum verði gefin veiðileyfi á þá útrásarbaróna sem búa þar, láta bretana sækja sitt fé til sökudólganna hvar sem næst í þetta fé ( t.d í skattaskjólum sem tilheyra Bretum) og hvenær sem er.  Svo kannski seinna má athuga hvort einhverjar eftirstöðvar verði af heimtunum, þá má afhenda eigur þeirra sem finnast hérna á Íslandi til lúkningar skuldunum. 


mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo vil ég hvetja alla til þess að lesa bloggið hennar Láru Hönnu í kvöld, hvernig við þjóðin erum höfð að fíflum á hverjum degi!!!!!   ->   http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/929793/   Mér varð illt af því að lesa þetta.  Þvílíkt ógeð, sjálftökuliðið er greinilega ennþá við stjórnvölinn.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2009 kl. 01:24

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2009 kl. 01:40

3 identicon

það er bara staðreynd að okkur er ætlað að borga sukkið sem spilltir stjórnmálamenn og vinir þeirra hafa ekki getað staðið í skilum með erlendis.......og þeir haldi svo hér áfram völdum eftir að búið er að endurreisa landið úr skuldasúpunni...allavega var það mín tilfinning þegar ég heyrði viðskiptaráðherra reyna að svara fyrirspurn Árna Johnsen í gær...það er ekki hægt að upplýsa hverjir sitja í stjórnum fyrirtækja og við sem eigum að greiða reikninginn fáum ekki einu sinni að vita hverjum við eigum að borga,eða er það ekki trúnaðarmál hverjir hinir svokölluðu "kröfuhafar" eru ?

zappa (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband