15.8.2009 | 03:27
íslenskt mál
Frá því að Þráinn Bertelsson var kjörinn á þing í vor hef ég tekið því hversu fáir kunna að beygja orðið/nafnið Þráinn. Ekki er ég langskólagengin, samt kann ég að beygja orðið/nafnið Þráinn. NF: Þráinn, ÞF: Þráin, ÞáF Þráni, EF: Þráins. Allt of margir nota tvö n í EF Þránni?? Hvar er íslenskukunnátta flólks???
Athugasemdir
Það er auðvelt að klikka í stafsetningu,þó reynir maður eftir bestu getu. Getur verið ruglingslegt þar sem undantekningar sér-nafna eins og Kjartann,þar sem 1 n er í þolfalli. Er oft að klikka á ypsiloni,sé það svo eftir að ég hef sent það. Er farin að venja komur mínar á síðuna hans Eiðs Svanbergs,þr er alltaf e.h. bitastætt um stafsetningu.
Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2009 kl. 04:28
Sástu vantaði a, milli þr.
Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2009 kl. 04:31
Uss, þetta er allt of erfiltt
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 15.8.2009 kl. 10:37
Það er hvimleitt þegar rangt er farið með mannanöfn, en verst finnst mér þegar foreldrar kunna ekki að beygja nöfn barna sinnar.
"Ég var að passa Hreiðar Már" "Ég spurði Þórir"
Svo til að draga úr eigin drambi, þá á ég alltaf í vandræðum með Auðun
Eygló, 15.8.2009 kl. 14:44
Til gamans má geta að nafnið Þráinn þýðir að viðkomandi sé þrár með afbrigðum.
Gló, nafnið Auðun er erfitt í umgengni. Fyrir það fyrsta er það bæði til sem Auðun og Auðunn. Þar fyrir utan er eignarfallið bæði til sem Auðunar og Auðuns.
Til gamans: Vissuð þið að ættarnafn kvenna er aldrei fallbeygt?
Jens Guð, 15.8.2009 kl. 22:53
Jens, hef aldrei hugsað út í það. En ættarnöfn karla, eru þau fallbeygð?
Til Péturs Blöndal, til Haraldar Briem, Sigurðar Sandholt... ég geri mér ekki grein fyrir þessu (heldur) : )
Eygló, 16.8.2009 kl. 03:34
heheh!!! greinilega að pirra ýmsa íslenskan. Ég hef oft verið pirruð, þegar fullorðið fólk gleymir að taka út ( r). T.d ég var að vinna á Ægir, fyrir nokkurm árum svo fór ég á Týr, þar var nú gaman að vinna. Og ég spurði "læknirinn" og svona villur fara í taugarnar á mér.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.8.2009 kl. 03:57
Eða þegar foreldrar kunna ekki að beygja nöfn barna sinna.
En tungumálið okkar er ekki það auðveldasta í heimi og ég dái fólk sem hefur haft fyrir því að læra að beita því, sama hversu mikið/lítið, bara það að reyna er aðdáunarvert.
Áður en hægt var að lesa blöðin á netinu gátu stundum liðið nokkrir mánuðir, jafnvel ár, án þess að ég talaði íslensku eða læsi. Ég get lofað ykkur því að það sem var erfiðast var að skilja fyrirsagnir í fjölmiðlunum þegar ég síðan komst í þau.
Ég hlæ enn þar sem ég sit hér og hugsa um hve undrandi ég stundum var.
Lilja Skaftadóttir, 16.8.2009 kl. 04:13
Gló, á öldum áður voru engin ættarnöfn fallbeygð. Enda voru þau útlensk og framandi. Á 19. öld komst í tísku að taka upp íslensk ættarnöfn, kenna sig við staði. Þá var byrjað að fallbeygja þau ættarnöfn karla sem fallbeygðust auðveldlega: Bergdals, Blöndals, Sandholts, Snævars...
Margir sem bera ættarnafn vilja samt ekki að ættarnafn sitt sé fallbeygt. Það viðhorf er jafnan virt.
Jens Guð, 16.8.2009 kl. 21:49
Já, þá held ég því sem mér annað hvort finnst fallegast eða fer eftir beiðni manneskjunnar um "útfærslu".
Eygló, 17.8.2009 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.