16.8.2009 | 23:58
Er það ekki eina leiðin?
Að takmarka endurgreiðslur erlendra lána í samræmi við greiðslugetu? Ef greiðslugetan er engin, á þá ekkert að borga? Er ekki þannig ástatt fyrir okkur? Erum við aflögufær, eftir kerfisbundinn þjófnað á öllum þeim sjóðum og fyrirtækjum sem fyrrum voru vel sett? Eftir að hafa tapað öllu sem feður okkar og mæður, afar okkar og ömmur lögðu til þjóðfélagsins sem byggt var hér upp á síðustu öld. Orkuveiturnar, síminn, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og ýmis önnur fyrirtæki.
Núna er orðið tímabært að lánabækur Landsbankans og Glitnis verði gerðar opinberar, eða er hroðinn þar svo mikill að það gæti valdið uppþotum? Svo er erlent fyrirtæki byrjað að leggja undir sig orkufyrirtækin. Hefur enginn áhyggjur af því? Ég hef stórar áhyggjur af framtíð okkar Íslendinga. Núna síðast var samþykkt að samþykkja IceSlave samninginn, að vísu með fyrirvörum. En VG þingmennirnir sem ætluðu að kjósa á móti IceSlave, hefur snúist hugur við þessa fyrirvara. Og fólkið sem ég kaus á þing ætlar líka að kjósa með samninginum ömurlega, með fyrirvörunum. Ég er svo vonsvikin, með ákvörðun þingmanna BH.
Fleiri fari að dæmi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er greinilega nóg enn til að hafa áhyggjur af: einkavæðing og sala orkufyrirtækjanna m.m.
Varstu búin að sjá þetta?
http://vistarband.blog.is/blog/vist/entry/931911/
Margrét Sigurðardóttir, 17.8.2009 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.