23.8.2009 | 03:39
Góð vakt að baki
ÉG var að vinna við Laugaveginn í allt kvöld og kom ég heim fyrir klukkutíma síðan. Mér fannst stemmingin í kvöld vera á rólegu nótunum, það hefur oft verið meira að gera á barnum á Menningarnótt. Ég hef verið að vinna á hverri Menningarnótt frá því að hún var stofnuð. Yfirleitt höfum við verið tvö í vinnunni það kvöld, í kvöld nægði að ég væri ein að vinna. Samdrátturinn er mjög greinilegur í vinnunni minni, fólk á ekki peninga þegar svona langt er liðið á mánuðinn.
Mikill mannfjöldi í miðborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Jóna.
Samdrátturinn segir til sín........ekki nokkur vafi !
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 03:53
er þetta ekki eitt það fyrsta sem fólk hverfur frá þegar harðnar á dalnum - við skulum samt vona að okkur öllum komi til með að ganga vel
Jón Snæbjörnsson, 23.8.2009 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.