26.8.2009 | 01:26
Lausafé
Ég þarf að leggjast í fjárfestingu á morgun, mitt lausafé er ekki mikið en ég þarf samt að kaupa skrifstofustól. Ég sit hérna í mesta sakleysi við tölvuna mína og blogga þegar dekk brotnar undan stólnum mínum. það væri kannski í lagi, ef þetta hefði verið fyrsta dekkið. Ég var ekki svo heppin, fyrsta dekkið brotnaði undan fyrir rúmum 3 mánuðum síðan. Ég átti stein sem passaði nákvæmlega undir stólinn þar sem fyrsta dekkið átti að vera, það er verra með dekk númer 2. Stóllinn er ramskakkur og ég verð að fara að hætta, svo ég fái ekki í bakið.
Mikið laust fé í fjármálakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Úps það var ekki bara dekk sem brotnaði, það var armurinn sem heldur dekkinu. Ég varð að flytja mig um set.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2009 kl. 01:37
Gangi þér vel að finna eitthvað af þessu lausafé sem er á þvælingi í fjármálakerfinu. Og vonadi finnur þú stól sem er bæði ódýr og góður.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.8.2009 kl. 01:45
Jóna Kolbrún, það gleður mig að fræða þig um minn tölvustól. Hann keypti ég í Góða hirðinum á kr: 500 (f.e-m mánuðum (3-5?))
Þetta er Pennastóll, "alvöru". Áklæðið fallegt og hreint. Prófaðu.
Eygló, 26.8.2009 kl. 02:23
Ef þú svo finnur ekkert í Góða hirðinum þá er líka Nytjamarkaður hér á Selfossi og á Barnalandi er alltaf verið að selja einhver húsgögn. Nóg af skrifstofustólum til á Íslandi
, 26.8.2009 kl. 12:01
Hjálpræðisherinn er með verslun (m.a. húsgögn - gætir hringt á undan) Þar er margt góðra muna. Þangað gaf ég sófasettið mitt, sem var/er virkilega flott.
Þú verður komin með tuttugu stóla eftir allar þessar ráðleggingar :)
Eygló, 26.8.2009 kl. 12:06
Ég keypti mér nýjan stól í Pennanum í Hallarmúla, flottann og góðann fyrir bakið á mér og svo passar hann líka við hin húsgögnin í stofunni minni. Hann kostaði 14.900 með 3ja ára ábyrgð. Ég er svo rík síðan ég hætti að reykja fyrir rúmum 2 mánuðum síðan.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2009 kl. 13:57
Jæja, þá getur maður farið að stóla á þig!!! Loksins
Eygló, 26.8.2009 kl. 18:23
Mundu bara að geyma kvittunina, því annars gildir ábyrgðin ekki.
Gamli ísskápurinn minn hrundi endanlega um daginn og ég fór og keypti tvöfaldan amerískan. Ég vissi að sá gamli myndi hrynja þegar ég hefði síst efni á nýjum, þannig að það var Visarað, þrátt fyrir að ég hefði verið búin að safna fyrir nýjum á sínum tíma, en það fór víst í eitthvað annað.
Heilinn fór í þeim nýja eftir þriggja daga notkun og nú er von á viðgeramanni á morgun til þess að athuga með torkennilegan hávaða úr græjunni. Hér á þessu heimili er farið með kvittanir eins og dýrindis gull og gersemar, það er eins og það sé alltaf þörf fyrir þær.
En þetta er bara eitthvað sem við höfum vanist í gegnum tíðina, öll - segi og skrifa öll rafmagnstæki sem við kaupum eru annað hvort biluð, gölluð eða ónýt.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 26.8.2009 kl. 20:58
til lukku með nýja stólinn og til lukku með að vera hætt að reykja!!
hvernig hættir þú ??
Sigrún Óskars, 26.8.2009 kl. 21:52
Það liggur við að ég geymi kvittanir/ábyrgðarskírteini í bankahólfi. Helst þangað til hluturinn er ónýtur! :)
Eygló, 26.8.2009 kl. 22:30
Gló, ég ætla að taka það til athuganar að fá mér bankahólf undir mínar kvittanir.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 26.8.2009 kl. 22:40
Verðum við svo ekki að fara með þær allar á þjóðskjalasafnið, í fyllingu tímans.
Haha, nú erum við laglega komnar út fyrir umræðuefni Jónu lítlu : )
Eygló, 26.8.2009 kl. 22:54
Ég geymi allar kvittanir í mörg ár, meira að segja kvittunina fyrir rúmdýnunni minni sem er með 20 ára ábyrgð. Allt geymt á góðum stað, svo hef ég bankahólf fyrir önnur verðmæti.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2009 kl. 23:20
Ég nefnilega tók út þá peninga sem ég átti í bankanum í síðasta mánuði, til þess að mótmæla.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2009 kl. 23:22
Sigrún, ég hætti að reykja til þess að mótmæla hækkun á tóbaksgjaldinu, ég keypti engann pakka á nýja verðinu
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2009 kl. 23:23
Sjónvarpið mitt gaf sig um daginn en það var allt í lagi enda gamalt tæki sem þurfti reglulega að berja til að það virkaði. Fékk mér 46tommu flatskjá.'
14900 er ekki mikið fyrir tölvustóll þurfti að endurnýja minn fyrir 2man síðan enda bakið af þeim gamla farið 3mán áður. Minn kostaði rétt um 30þús.
Hannes, 26.8.2009 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.