Gengið fellur

Ég fann smá frétt í viðskiptafréttum mbl.is um gengið í gær.  Dollarinn er kominn í tæpar 130 krónur og Evran í tæpar 185 krónur.  Þetta er náttúrulega frétt sem þarf að fela?  Kemur okkur þetta ekki við??  Í gær sagði Már nýi seðlabankastjórinn að gengi krónunnar væri allt of lágt skráð.  Ætli þessi frétt af genginu tengist þessum nýja seðlabankastjóra????


mbl.is Bandaríkjadalur komin í 130 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þegar ég fór til BNA í fyrrasumar með son minn nýfermdan, stóð dollarinn í ca. 80 krónum -sem mér fannst alveg agalegt, þar sem $ hafði hækkað um 20 íkr. milli ára.

Sjúkkett, hvað ég er þó fegin að hafa náð að ferma í fyrra, frekar en í vor sem leið.

Fermingarferðinni í ár hefði varla verið heitið í körfuboltabúðir í Boston, BNA.

Frekar til Selfoss (með allri virðingu fyrir þeim góða bæ)

eða bara út í Gróttu að skoða kríur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 02:15

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvaðan skyldi Már Guðmundsson hafa það að krónan sé of lágt skráð????  Mér finnst einhvern vegin að ég hafi heyrt þetta áður, vonandi verð ég leiðréttur ef þetta er misminni hjá mér.

Jóhann Elíasson, 27.8.2009 kl. 03:18

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Trúi því að Már hafi rétt fyrir sér.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 05:07

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég er í innflutningi og fæ áfall í hvert sinn sem ég leysi út vörusendingar.  Síðasta tollsending var afgreidd í evrugengi yfir 186 krónur. 

Jens Guð, 27.8.2009 kl. 21:53

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hildur Helga, trúir þú því virkilega að krónan sé EKKI RÉTT skráð????

Jóhann Elíasson, 27.8.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband