Að velja og hafna

Ég er einstæð móðir og hef ég ekki mikil fjárráð.  Á morgun þarf ég að panta tíma hjá tannlækninum mínum og þarf ég að velja hvort gert verði við jaxl sem brotnaði á föstudaginn.  Ef ég læt laga jaxlinn kostar það mig allavega 100.000 krónur.  Ef ég læt rífa brotin burt mun það kosta eitthvað á milli 10 og 20 þúsund krónur.  Þetta er ekki eina tönnin mín sem er á síðasta snúningi, önnur tönn er í mikilli hættu á því að brotna eins og sú sem brotnaði á föstudaginn.  Það sem ég er að spá í, hvernig getur tannlæknir verðlagt eina krónu á 100.000 krónur????  Er tannlæknaþjónusta bara fyrir ríkt fólk í dag??   Mér þætti gaman að sjá hvernig svona verðlagning fer fram, t.d.  tími tannlæknisins og tann smiðsins, hver ætli efniskostnaður krónunnar sé???  Ég ætla allavega að láta rífa brotnu tönnina burt á morgun, ég hef ekki efni á viðgerðinni.  Svona er Ísland í dag.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóna mín mikið er leiðinlegt að heyra þetta.  Og ég er sammála þér í því að verðlagningin er út úr kú.  Hefurðu rætt við annan tannlæknir?  Ég held að þeir séu mismunandi í verði.  Vonandi færðu bót á þessu sem fyrst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 08:55

2 Smámynd:

Tannheilsu þjóðarinnar fer hrakandi og það er vegna þess að tannlæknar hafa frjálsa álagningu og til að þeir hefðu nú óheftan aðgang að því að plokka fé af fólki var skólatannlæknir lagður niður og TR hætti að borga barnatannlækningarnar að fullu. Öll læknisþjónusta sem og tannlæknaþjónusta hefur nefnilega þegjandi og hljóðalaust verið einkavædd án þess að nokkur umræða færi fram um það. Í nafni frelsis - þ.e. frelsis lækna til að græða á vanlíðan annarra. Þetta er nú hið góða íslenska velferðarkerfi.

, 7.9.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sorglegt, Jóna Kolbrún, og í þessu munu fleiri lenda. En er ekki hægt að gera eitthvað í þessu máli, fá t.d. styrk og samskot upp í hálfa upphæðina og semja um að fá að borga afganginn vaxtalaust á 8 mánuðum?

Jón Valur Jensson, 7.9.2009 kl. 13:33

4 identicon

er ekki enn boðið uppá viðgerðir á lágu verði eða frítt hjá tannlæknadeild háskólans,nemar að æfa sig eða eitthvað svoleiðis ? var að minnsta kosti einusinni.....

zappa (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:34

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jú það er reglan að tannlæknadeildin gerir við tennur ódýrt, kannski ég ætti að athuga það í vetur.  Ég get sjálfri mér kennt um ástand tanna minna, ég drekk sykurlausa kóladrykki í lítravís daglega.  Það hef ég gert í yfir 30 ár, þrátt fyrir góða daglega tannhirðu hefur sýran í gosinu eytt tönnunum mínum ótæpilega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.9.2009 kl. 00:10

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ásthildur þessi tannlæknir sem ég hef er í ódýrari kanntinum, flestir tannlæknar eru dýrari en hún.  Það er skömm að því hvernig tannlæknaþjónustan hefur verið einkavædd undanfarin 10-15 ár.  Ekki man ég nákvæmlega hvenær deila tannlækna og tryggingarstofnunarinnar byrjaði. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.9.2009 kl. 00:13

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk Jón Valur, ég vil helst ekki skuldsetja mig né ganga betlandi um.  Ég vil að almenningur hafi efni á tannlæknaþjónustu án þess að fara á höfuðið við það.  Þegar 7-8 tennur eru á síðasta snúningi, verð ég bara að láta þær fara. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.9.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband