13.9.2009 | 01:01
Ég óska nýrri stjórn til hamingju
En því miður get ég ekki samvisku minnar vegna tekið þátt í fagnaðarlátum hinnar nýju stjórnar Borgarahreyfingarinnar. Ég tók ekki þátt í stjórnarkjörinu, þar sem ég var fylgjandi tillögu B og fór ég af landsfundinum ásamt mörgum öðrum stuðningsmönnum tillögu B.
Valgeir fékk flest atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóna þú hefðir átt að vera áfram og leggja þitt í breytingarnar. Tillaga A er gjörbreytt eftir skrilljón breytingartillögur sem voru samþykktar.
G´nótt granni :)
Heiða B. Heiðars, 13.9.2009 kl. 01:15
Það er leitt að heyra að þú hafi ekki setið út fundinn.
Við hin sátum til að ganga átta að ræða breytingartillögur.
Ég vona að það gleði þig að heyra að allt það sem ég hef séð gagnrýnt, m.a. af þingmönnunum okkar, í tillögu A var fellt út eða mikið breytt.
Ný lög verða væntanlega birt á heimasíðunni seinnipartinn á morgun. Ég vona að þú takir gleði þína þá.
Ingólfur, 13.9.2009 kl. 01:20
Jóna, ég get fullvissað þig að ég og hin nýkjörna stjórn hefur það eitt að aðalmarkmiði að koma Borgarahreyfingunni á skrið á ný. Deilur fyrri stjórnar og þingmanna heyra nú sögunni til og við höfum hvorki löngun né umframorku til að einblína á stöf þingmanna.
Það voru gerðar fjölmargar breytingar á samþykktum A eftir að þær urðu fyir valinu með nokkuð afgerandi stuðningi kjósenda. Nokkur hópur fólks yfirgaf salinn og var það mjög miður því að þar gafst í raun tækifæri til að ná mjög víðtækri sátt um regluverk hreyfingarinnar. Hins vegar er enginn vafi á því að endanlegar samþykktir eru mun betri grunnur en við höfum haft hingað til og því engin ástæða til að örvænta.
Sigurður Hrellir, 13.9.2009 kl. 01:27
Ég er náttúrulega bara núll og nix í þessu öllu saman, hef engan þátt tekið í BH og kaus hana ekki einu sinni.
Ekki veit ég hvort BH eigi sér viðreisnar von, en er alveg klár á því að á meðan forystufólk hreyfingarinnar heldur áfram að stökkva fram á opinn ritvöllinn, hver í sínu lagi, um leið og hann/hún telur sig hafa eitthvað að segja, og án nokkurs samráðs við samstarfsfólk sitt, þá gengur þetta aldrei upp.
Hvort sem BH vill frekar láta kalla sig hreyfingu en stjórnmálaflokk þá þarf svona afl á öllum tímum að ígrunda vel hvað það lætur frá sér fara í yfirlýsingum.
Það gengur einfaldlega ekki að forystufólkið noti bloggið sem sína aðalsamskiptaleið og bloggi síðan bara út og suður um allt innra sem ytra starf hreyfingarinnar, samstarfsfólkið og eigin skoðanir, án umhugsunar og hvenær sem er - og standi síðan í misgáfulegum niðurrifsumræðum í athugasemdakerfinu - jafnt við eigin flokkssystkyni og aðra sem standa utan við málin.
Ég legg hér með til að þið sem ætlið ykkur að rífa BH upp úr þessari gröf sem hún hefur grafið sér, þagnið nú algjörlega hvert og eitt um málefni BH á opinberum vettvangi og leggið því meiri tíma og rækt í að reisa við og móta innra starf flokksins/hreyfingarinnar.
Ef þið ætlið að halda áfram svona "spontant" einstaklingbundnum bloggskrifum um málefni BH og þessu endalausa rexi og pexi þar sem allir hafa aðgang að því þá rífið þið ykkur einfaldlega niður innan frá - aftur.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 08:55
Það þarf ákveðinn félagsþroska til að taka þátt í pólitík og virða lýðræðislegar niðurstöður funda.
Mér sýnist því miður það skorta á hérna.
Vona að þú hugsir þig um og takir þátt í starfinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.