18.9.2009 | 01:27
Ég nennti ekki að horfa á leikinn
Hvaða skemmtun er það að horfa á eitt lið valta yfir annað? Ég gat ekki annað en vorkennt eistnesku stelpunum í kvöld. Réttlætiskennd minni var misboðið að horfa á svona mismun. Ég hefði viljað sjá þó ekki væri eitt mark frá eistnesku stelpunum, fleiri hefðu gert smá spennu í leikinn.
Fáheyrðir yfirburðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já elsku skinnin, skemmtileg heimsókn til Íslands eða þannig!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 18.9.2009 kl. 01:39
Á miðvikudagskvöldið voru 12 Eistnesk ungmenni (yfir 20 ára gömul) á barnun hjá mér, þau komu gagngert til Íslands til þess að horfa á leikinn. Ég sá þau ekki í kvöld, ég hefði samt viljað sjá þau aftur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.9.2009 kl. 01:49
Æ, stelpur, nú er mér ekki svefnsamt af samviskubiti yfir því að stelpurnar okkar skuli ekki hafa leyft gestunum að vinna leikinn...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.9.2009 kl. 03:41
Svona keppnir ganga ekki út á jafnt markaskor. Ef að dómarinn hefði verið í ruglinu og stelpurnar okkar hefðu ítrekað sparkað í rassinn á eistunum (híhí ef það er hægt) þá má réttlætiskenndinni vera ofboðið.
Það er ekkert ósanngjarnt við að annað liðið sé áberandi sterkara en hitt.
Þetta var ótrúlegur leikur.
Þorbjörg Dagný Kristbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.