18.9.2009 | 01:56
Ég ætla að taka þátt
Ég er að hugsa um að taka þátt í þessu greiðsluverkfalli. Samt ætla ég að byrja á því að taka peningana sem ég á í bankanum út. Svo ætla ég að líklega að flytja viðskipti mín til annars banka fljótlega. Ég ætla að snúa viðskiptum mínum til banka sem ekki lenti í hruninu. Þar sem bankastjórnendur höfðu hag bankans að leiðarljósi ekki eigin hag. Eins og bankastjórnendur stærstu bankanna, sem hirtu risa bónusa fyrir vel unnin störf og góða viðskiptahætti!!!! Ég vona að það verði góð þáttaka í þessu greiðsluverkfalli þann 1. október.
Óraunsæi að hundsa verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ég ætla að snúa viðskiptum mínum til banka sem ekki lenti í hruninu."
Starfrækja álfar bankar á Íslandi Jóna mín, var yfirleitt einhver banki sem ekki hrundi með hinum þremur!
Verkföll eru aldagömul árangursrík leið til að opna augu "valdsins". Þó ekki hafi þau verið stunduð mikið síðustu ár. Í hröðu afturhvarfi til gömlu góðu gildanna, hljóta aðgerðir eins og verkföll, að koma sterklega til greina.
Baráttukveðjur.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.9.2009 kl. 05:55
Jenný, tveir bankar á landinu tóku ekki þátt í ruglinu og standa þannig að þeir þurfa ekki hjálp. Sparisjóður Strandamanna og Sparisjóður Suður Húnvetninga.
Í þessum tveim bönkum á fólk að geyma peninga sína vilji það vera víst um að þeir hverfi ekki. Það stefnir allt í annað bankahrun, en ekki hjá þessum tveim.
Baldvin Björgvinsson, 18.9.2009 kl. 07:34
Ætlaði að segja það sama og Baldvin en hann var fyrri til. Ég var með mína peninga (alla milljarðana ) í Sparisjóði Kópavogs en einn daginn fékk ég bréf frá bankanum mínum sem án nokkurrar kynningar hét allt í einu Byr Það er sko engum treystandi fyrir peningunum okkar lengur. Helst vildi ég bara fá útborgað í seðlum og geyma þá undir koddanum
, 18.9.2009 kl. 17:16
Ég ætla mér að hafa samband við þessa tvo sparisjóði eftir helgina og sjá hvar ég fæ betri kjör. Hvar er betri heimabankaþjónusta og svoleiðis, svo mun ég færa öll viðskipti mín þangað.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.9.2009 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.