23.9.2009 | 10:52
Hverrar tegundar hundarnir eru?
Það er bara ein tegund villtra hunda í Ástralíu, það eru Dingóar. Þeir hafa í oft slasað og drepið fólk. Ég man eftir frétt frá því fyrir 15-20 árum síðan, þá hvarf ungabarn út úr tjaldi. Móðirin var síðan dæmd í fangelsi fyrir barnsmorðið, en var sýknuð nokkrum árum síðar.
Villtir hundar í Ástralíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þetta séu kallaðir Dingóar sem er sérstök tegund viltra hunda í Ástralíu.
Þorvaldur Víðir Þórsson, 23.9.2009 kl. 11:05
Það lifa 34 tegundir villtra hunda í Ástralíu, svo þar hafið þið það.
Skáholt, 23.9.2009 kl. 11:37
Og þessar 34 tegundir eru undirflokkar Dingóa?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.9.2009 kl. 17:32
Ógnvekjandi.
Já, ég gleymi aldrei frásögninni af ungbarninu sem hvarf og móðirin ásökuð. Sá líka kvikmynd um þetta mál, sem festi þetta enn betur í minninu. - Hrollvekjandi.
Eygló, 23.9.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.