Ekki þakka Gordon Brown

Það væri við hæfi að þakka frekar Svavari Gestssyni fyrir það að nenna ekki að hafa þetta hangandi yfir sér.  Er það ekki staðreynd að þetta fé sem lagt var inn á þessa bresku Icesave reikninga var aðallega notað í Bretlandi til fjárfestinga eða eignakaupa þar?  Mér finnst að við ættum að slíta stjórnmálasambandi við Bretana og Hollendingana líka, og neita að borga IceSlave.  Það væri álíka stjórnkænska og Brown notaði á okkur Íslendinga. 
mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson


Takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn.

Það hafa ekki verið færðar neinar sönnur á að Icesave fjármagnið hafi verið fært til Íslands og notað þar.  Margt bendir til að það hafi verið notað í fjárfestingar í Bretlandi, fjárfestingar sem Bown gerði verðlausar með því að setja hryðjuverkalögin á.  Margt bendir því til að hann hafi sjálfur lokað fyrir endurgreiðslu þessa fjármagns, svo það hlýtur fyrst og fremst að vera á hans ábyrgð að tryggja endurgreiðslu þess til réttra eigenda. 

Íslenska þjóðin blandaði sér ekkert í þessi mál og hefur aldrei tekið neina ábyrgð á því. Tilraun Brown til að þvinga þessu upp á þjóðina gegnur erfiðlega og vonandi klúðrast það mál endanlega núna.

Bestu kveðjur, G.J. 

Guðbjörn Jónsson, 30.9.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband