Svínaflensan var hérna

Sonur minn kom veikur heim úr skólanum á fimmtudaginn fyrir rúmri viku, hann var með bullandi hita og leið mjög illa.  Hann lá hérna í sófanum í stofunni allann fimmtudaginn, svo á föstudaginn fyrir einni viku síðan lá hann alveg fárveikur og næstu daga líka, ég veiktist sjálf á laugardeginum og lá ég veik í 2 daga. 

Frumburðurinn minn er líka veikur og núna er sú 19 ára veik líka.  Þessi pest er alveg ógeðsleg, þegar ég lá um síðustu helgi gat ég varla reist höfuð frá kodda.  Mér batnaði sem betur fer fljótt, sonurinn er ennþá með hósta en er orðinn hitalaus.  Örverpið virðist ætla að sleppa án þess að fá þessa ógeðslegu flensu.  Kannski er þetta bara venjuleg flensa, en ég held að vegna einkenna flensunnar sé þetta Svínaflensan illræmda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sem betur fer leggst þessi flensa ekki verst á okkur fullorðna fólkið, núna er það unga fólkið sem verður veikast.  Unga fólkið er samt vonandi með ónæmisterfið í lagi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.10.2009 kl. 01:35

2 Smámynd: Eygló

Ojnk, ojnk. :)

Kæra Jóna, það er á mörkunum að ég þori inn á síðuna þína, hahaha.  Gott þú ert að hjarna við.

Nú frestast 1 - 1 1/2 mánuð að "bóluefnið" komi til landsins. Læknir skipaði mér að fá sprautu (v.ónæmbæl. lyfja)  Ég verð því með "nojuna þangað til.  Vona að unga fólkið þitt rísi úr rekkju án þess að breytast í grísi :)  Æi, var ég dónaleg núna?  Vel meint. 

Eygló, 3.10.2009 kl. 01:47

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2009 kl. 03:17

4 Smámynd:

Já þetta hefur örugglega verið svínaflensa. Þið getið þá glatt ykkur við að þurfa ekki að fá bólusetningu   Fátt er svo með öllu illt...... 

Vona að ykkur batni fljótt og vel

, 3.10.2009 kl. 08:39

5 Smámynd: Ragnheiður

æj úfff...systir mín er heilmikið lasin og býr vestur í bæ eins og þú. Ég hef sloppin amk enn

Góðan bata á þitt fólk

Ragnheiður , 3.10.2009 kl. 13:59

6 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég hef heyrt um svo marga sem hafa fengið þessa flensu að ég held að það sé orðið of seint að láta bólusetja sig, enda sagði mér einhver að landlæknir teldi flensuna í rénun.

Bestu kveðjur um góðan bata til ykkar.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 3.10.2009 kl. 17:24

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já þetta ógeð hefur stungið sér niður í fjölskyldum mínum,held þó að öldungar eins og ég sleppi vel,þó var ég óvarkár í dag á Laugardagsvelli,skíta kuldi,en bjargaði varð að fara snemma í           fimmtugsafmæli einnar af hægri höndum Jóhönnu Sig. Þar var sko heitt og notalegt.

Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2009 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband