En hverjir sleppa?

Hann Þorvaldur Gylfason virðist gera ráð fyrir því að einhverjir stórlaxar séu svo valdamiklir að þeir sleppi við ákærur og dóma vegna hrunsins á síðasta ári.  Ég hef áhuga á því að vita hverjir hafa það mikil völd að þeir sleppi við ákærur og dóma. 

Var það ekki þess vegna sem Eva Joly var ráðin hingað til Íslands, og núna skrifstofa alvarlegra svika í Englandi voru ráðin til þess að rannsaka hrunið og aðdraganda þess? 

Ég vil fá að vita núna hverjir þessir stórlaxar eru!!!   Ekki seinna en á morgun!!!   Ég verð nú að segja það að svona fréttir eru ekki trúverðugar.  Ég var að horfa á 60 mínútur í gær, þar var verið að rannsaka þá sem græddu á fjármálamisferli Bernies Maddofs og kona hans, börn og þeir sem græddu mest á svindlinu eru allir viðfangsefni rannsókna.  Og undir eftirliti. 


mbl.is Stórlaxarnir munu ekki allir sleppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnast Jón Ásgeir og Björgólfur Thor tala eins og saklaus ungabörn.  Þeir hafa hvorugur komið nálægt neinu misjöfnu, allir sem segja annar eru glæpamenn sem sóttir verða til saka fyrir það að hugsa illt um þessa menn!!!!!!!!!!!   Mér er ekki skemmt!!!!!!!!!!!!!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.10.2009 kl. 02:14

2 Smámynd: Offari

Ég er að reyna að sleppa. Búinn að fela einkaþotuna og kunningi minn geymir þyrluna ef skyndilega þarf að bjarga mér út.

Offari, 5.10.2009 kl. 02:16

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hrokinn sem þeir báðir hafa sýnt okkur almúganum er með ólíkindum, þeir tala báðir niður til okkar skrílsins.  Ætli ég fái ákæru fyrir þessi skrif mín???   Maður spyr sig.......

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.10.2009 kl. 02:19

4 identicon

Ég er á þeirri skoðunar að hrunið ætti að vera í rannsókn hjá Interpole.........Og mörghundruðmanns ættu að vinna í því að rannsaka atburðarrás bankahrunsinns.En það er sennilega of seint núna

Hvernig væri ef t.d. meðaljón leitaði til mannréttinda dómstól Evrópu og kærði alla (gömlu)bankastjórana, björgólfsfeðga, baugsveldið, og fyrrum ríkisstjórn , fyrir stórfellt brot gegn tilvistargæðum og kæra einnig fyrir landráð?.......

Ég meina það eru til alþjóðar-stríðslög (eins fáránlegt og það hjómar, greinilega máttu drepa ,,löglega'' bara ef þú fylgir lögum) þá ætti að vera til alþjóðalög sem þjóna þjóðum sem eru rænd og brotið á af ríkisstjórn, sem villa fyrir almeningi, til að kaupa tíma til að afmá sora (spillingu og hagsmuna sem elíta landsinns græddi ólýsanlega á) sem fylgir ítarlegri og óumflýjanlegri rannsókn, sem ætti vafalaust vera byrjuð fyrir 12 mánuðum síðan, á stærsta sakamáli sögunar.

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 03:32

5 Smámynd: corvus corax

Hverjir sleppa? Það er auðvelt að svara því. Þeir sleppa sem hafa stolið meira en fáum hundruðum þúsunda. Jóhanna blekking Sigurðar og Steingrímur svikull Sigfússon eru snillingar í smíði Potemkin tjalda handa okkur aumingjunum sem látum ljúga að okkur endalaust ...og svo borgum við brúsann hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

corvus corax, 5.10.2009 kl. 11:13

6 identicon

sástu fréttaaukann í gærkvöldi ? þar heyrðum við um tvo sem eru að fá afskriftir vegna þrýstings erlendis frá, þar var nú verið að skýra frá því að Þorsteinn í kók sem skuldar 13milljarða heldur fyrirtækinu vegna þrýstings frá höfuðstöðvum fyrirtækisins á norðurlöndunum-okkur er stillt upp við vegg af gossala ?sama með toyotaumboðið,þar má ekki ganga að veðum? hvaða rugl er í gangi-það á að reka þessi fyrirtæki bæði úr landi og auglýsa starfsaðferðir þeirra um allan heim í stað þess að láta þau kúga okkur. við hljótum að geta látið okkur nægja að drekka Pepsi og aka um á Susuki. burt með fyrirtæki sem ekki þola að tekið sé á spyllingu innan þeirra.

zappa (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 12:33

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Vonandi sleppur enginn. Heyrðu annars, ég missti þig úr tölvunni. Annaðhvort þegar hún fór í viðgerð, ja nema þú sért búin að henda mér út.

Þráinn Jökull Elísson, 6.10.2009 kl. 00:23

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jökull ég hef sennilega hent þér út í tiltekt um daginn, helmingur bloggvina minna var að hætta að blogga hérna á moggablogginu og ég lagaði til á bloggvinalistanum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.10.2009 kl. 00:54

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

zappa ég var í vinnunni á sunnudagskvöldið og missti ég af þessum fréttaauka.  Verður hann endursýndur einhverntímann?  Kannski get ég séð hann á ruv.is ég athuga málið.  PS: ég hætti að versla við Vifilfell fyrir mörgum árum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.10.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband