Hvernig má það vera?

Er ekki grundvallaratriði að börn hafi ekki aðgang að stjórntækjum bílsins?  Að skólabarn geti valdið svona slysi með því að grípa í handbremsuna, á náttúrulega ekki að vera hægt.  Svo langar mig að vita hvort þetta barn sem greip í handbremsuna hafi verið í öryggisbelti?  Eða kannski losað sig úr öryggisbeltinu til þess að geta togað í handbremsuna?  Vonandi fáum við skýrslu um slysið fljótlega. 
mbl.is Greip í handbremsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þau geta verið ansi fyrirferðarmikil á þessum aldri og veitir ekki af að hafa fullorðna manneskju með, til að fylgjast með þeim. Hef svo oft farið með fótboltastrákum,langa leið í rútu t.d. til Hafnar í Hornafirði. Nokkru sinnum með Herjólfi til Eyja,eitt sinn í afleitu veðri og þau lágu eins og hráviði út um allt emjandi af sjóveiki,drottinn minn það var sko vinna.

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2009 kl. 02:22

2 Smámynd: Snowman

Eins og kemur fram í fréttinni, þá stendur að ÖLL börnin hafi verið í bílbeltum.  Sem betur fer

Snowman, 6.10.2009 kl. 03:13

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Hefta bara viðkomandi barn við sætið næst.

Ellert Júlíusson, 6.10.2009 kl. 08:55

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Flokkast þessi aldurshópur undir óvita ?

Finnur Bárðarson, 6.10.2009 kl. 15:15

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er að hugleiða með færslu minni, hvað hafi farið úrskeiðis.  Það er ekki rökrétt að barn bundið í bílbelti geti teygt sig svona langt fram, af því leiðir að barnið hlýtur að hafa losað öryggisbeltið?  Það var mín hugleiðing.  Sérstakrar aðgæslu hefði þurft að nota ef "mjög andlega fatlað" var í bílnum.  Auðvitað var þetta hræðilegt slys, sem hefði örugglega verið hægt að fyrirbyggja. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.10.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband