Ætli það megi auglýsa hérna á blogginu ókeypis?

Ég þarf að selja bíl.   Gamli bíllinn minn er til sölu.  Ekki veit ég hvernig verðleggja á svona gamla skrjóða.  Bíllinn minn er Daihatsu Sirion og er árgerð 2000.  Hann er keyrður 80.600 kílómetra og er skoðaður 10.  Ég er búin að eiga þennan bíl í rúm 7 ár.  Hann hefur reynst mér vel, er sjálfsskiptur og ný smurður.  Hann er á heilsársdekkjum.  Það eina sem ég veit að þyrfti að laga er, ískur í viftureim, sambandsleysi í loftneti og rúðu upphalari hjá bílsstjórasætinu.  Ég vil samt fá staðgreiðslu fyrir þennan gamla og góða bíl, tilboð óskast.  ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Af hverju ert þú að selja hann ef hann er svona góður?

Hörður Þórðarson, 6.10.2009 kl. 04:23

2 Smámynd:

Setti þetta á facebooksíðuna mína - hellingur af ungu fólki í kring um mig sem gæti vantað bíl

, 6.10.2009 kl. 09:55

3 identicon

hva bara verið í útrás..........

zappa (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Eygló

Þú hlýtur að mega blogga um að þú sért að fara að selja bílinn þinn!

Giska á að þú gætir fengið 3-400þús, miðað við minn tiltölulega nýkeypta bíl :)

Eygló, 7.10.2009 kl. 00:31

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég gæti vel sætt mig við 300.000 staðgreitt fyrir hann grána minn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2009 kl. 01:04

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://huxa.blog.is/album/myndir/image/598396/   Ég fann mynd af gripinum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2009 kl. 01:06

7 Smámynd: Eygló

já, kúva, fjögurra dyra og allt. Gangi þér vel.

Eygló, 7.10.2009 kl. 01:09

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já og álfelgur.  Þetta er algjör draumabíll og eyðir hann aðeins 7.5 L/H innanbæjar, fer niður í tæpa 6 úti á vegunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2009 kl. 01:24

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var svo heppin að fá annann bíl alveg ókeypis og ekki vil ég borga tryggingar af tveimur bílum samtímis. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2009 kl. 01:26

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Reyndar fékk ég bílinn ekki ókeypis, ég fékk hann að láni og endurgjaldslaust.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2009 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband